fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fréttir

Leggur til tvöfalt kerfi – „Engin glóra í því að biðlistar styttist bara með því að fólk deyi á þeim“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 3. júní 2025 12:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bræðurnir Jón Kjartan Einarsson og Sindri Geir Ásgeirsson létust með 12 klukkustunda millibili þann 9. ágúst 2024 í sömu íbúð í Kópavogi. Jón Kjartan var 33 ára, fæddur 1990, og Sindri Geir var 27 ára, fæddur 1997. Faðir þeirra Ásgeir Gíslason skipstjóri segir í viðtali í Spjallinu við Frosta að hann og fjölskylda hans vonist til þess að þessi vofveiflegi atburður muni leiða til einhverrar alvöru umræða um þann faraldur ópíóðafíknar, og dauðsfalla tengdum honum, sem riðið hefur yfir íslenskt samfélag á undanförnum árum og að gripið verði til einhverra aðgerða til að sporna við þeirri dapurlegu þróun.

„Af því að Sindri hafði verið þarna stuttu áður í meðferð lendir hann á átta mánaða bið. En á sama tíma eru tíu rúm að minnsta kosti ekki í notkun uppi á Vogi. Og þau hafa oft verið fleiri. Ég er búinn að ræða við fullt af fólki sem vinnur í þessum geira og þekkir til.“

Ásgeir segir það vera vegna þess að fjármagn fæst ekki til rekstursins.

„Þetta endar alltaf á veskinu.“

Ásgeir segist velta því fyrir sér af hverju er ekki hægt að taka upp tvöfalt kerfi þar sem fólk getur bara komið inn og borgað.

„Með því væri hægt að auka við, sem sagt, hvað mörg rúm er hægt að hafa. Það er enginn vafi á því að það er fullt af fjölskyldum í þjóðfélaginu sem væru tilbúnar, jafnvel að slá saman til þess að bjarga fólkinu sínu.

Og í öðrum löndum er svona kerfi í gangi. Ég er búinn að búa í Danmörku síðan 2006 og hef kynnst þessu þar. Þar er tvöfalt kerfi alveg. Annars vegar opinbert kerfi þar sem eru biðlistar og hins vegar einkarekið þar sem þú kemst bara akkúrat þegar þú þarft. Og það fólk er ekkert tilbúið til þess að bíða í vikur eða mánuði.“

Ásgeir segir að kerfið myndi þannig gagnast öllum, þeim sem hafa efni á því að greiða fyrir meðferð og svo hinum sem hafa það ekki.

„Svo styttir það biðlistana. Það er náttúrulega engin glóra í því að biðlistar styttist bara með því að fólk deyi á þeim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kemur útlendingum til varnar og undrast eitt í umgengni íslenskra ferðamanna – „Missi daglega andlitið“

Kemur útlendingum til varnar og undrast eitt í umgengni íslenskra ferðamanna – „Missi daglega andlitið“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Súlunesmálið: Margrét sögð hafa misþyrmt foreldrum sínum klukkustundum saman

Súlunesmálið: Margrét sögð hafa misþyrmt foreldrum sínum klukkustundum saman
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Greiningin var auðvitað áfall“

„Greiningin var auðvitað áfall“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lögreglan þarf að vita hver þetta er

Lögreglan þarf að vita hver þetta er
Fréttir
Í gær

Afmarka svæði frá hraunjaðrinum – Getur brotist hratt fram

Afmarka svæði frá hraunjaðrinum – Getur brotist hratt fram
Fréttir
Í gær

Spyr hvers vegna þurfti að reka Verzlingana í burtu – „Kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu“

Spyr hvers vegna þurfti að reka Verzlingana í burtu – „Kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu“
Fréttir
Í gær

Skjálfti upp á 8,8 við Rússland – Flóðbylgjur hafa náð til lands

Skjálfti upp á 8,8 við Rússland – Flóðbylgjur hafa náð til lands
Fréttir
Í gær

Sláandi ásakanir í Rotherham-hneykslinu – Fimm fórnarlömb barnaníðshringja segja að lögreglumenn hafi einnig misnotað þær

Sláandi ásakanir í Rotherham-hneykslinu – Fimm fórnarlömb barnaníðshringja segja að lögreglumenn hafi einnig misnotað þær