fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 1. maí 2025 19:30

Egilsstaðir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sá hraði og mikla áreiti sem fylgir nútímasamfélagi, ekki síst vegna óheyrilegs magns upplýsinga sem dynur á okkur allan sólarhringinn, hefur sett mark sitt á marga einstaklinga, sem margir eiga erfitt með að finna innri ró, og þar sem margir einstaklingar koma saman fer oft ekki mikið fyrir rólegheitum. Börn í 4. bekk í Egilsstaðaskóla hafa greinilega orðið vel vör við þessa þróun og hafa farið þess formlega á leit við sveitarstjórn Múlaþings, sem Egilsstaðir eru hluti af, að komið verði upp sérstökum og afmörkuðum stað í bænum þar sem ríki friður og ró.

Þetta er meðal átta hugmynda sem bekkurinn sendi nýlega í formlegu bréfi til sveitarstjóra Múlaþings, Dagmarar Ýrar Stefánsdóttur. Hugmyndirnar snúa allar að því hvernig börnin telja að megi bæta nærumhverfi þeirra.

Bréfið var tekið fyrir fyrr í vikunni á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs sveitarfélagsins og er bréf barnanna birt með fundargerð fundarins.

Í þessu bréfi 4. bekkjar í Egilsstaðaskóla kemur fram að nýlega hafi bekkurinn rætt um lýðræðislegar kosningar og hvernig nemendur geti haft áhrif á nærumhverfi sitt. Segir í bréfinu enn fremur að í tíma í lífsleikni hafi farið fram kosning í bekknum um þær hugmyndir sem nemendur teldu að myndu bæta umhverfi þeirra mikið. Átta hugmyndir hafi orðið fyrir valinu.

Átta

Þær eru í fyrsta lagi að bæta snjómokstur á gangstéttum:

„Það er ekki gott að þurfa að labba á götunni þegar það er mikill snjór eða ruðningar.“

Þar að auki leggja börnin til að settir verði upp fleiri vatnskranar við íþrótta- eða leikvelli, tjörn í hinum svokallaða Tjarnargarði verði hreinsuð, komið verði upp betri körfuboltavelli í Fellabæ, sem er næsti þéttbýliskjarni við Egilsstaði, sömuleiðis að fleiri leikvellir verði gerðir í bænum sem henti þessum aldurshóp, vísindi verði námsgrein í skólanum og loks að skautasvellið í bænum verði stækkað og komið verði upp fleiri hjálpargrindum við hana.

Að lokum leggja börnin fram hugmynd sína um aukna ró í bænum:

„Afmarkaður staður á Egilsstöðum þar sem ríkir friður, ró og hæglæti. Það væri hægt að setja upp skilti og hvetja fólk til hæglætis og rólegheita, að það væri bannað að vera með læti á þessu svæði.“

Ljóst er að auk áðurnefndra ástæðna fyrir því að erfitt er að finna ró í nútíma samfélagi þá verður oft háreysti og læti þar sem mörg börn koma saman og þessi beiðni 4. bekkjar Egilsstaðaskóla markast án efa af því.

Líka fyrir fullorðna

Í lok bréfsins segja börnin að þau telji þessar hugmyndir sínar munu hafa jákvæð áhrif á samfélagið þeirra og bæta lífsgæði bæði barna og fullorðinna. Þau segjast vonast til að sveitarfélagið geti tekið fyrstu skrefin í þá átt að láta þessar hugmyndir verða að veruleika og bjóða fram aðstoð sína við það, ef þörf krefji:

„Við þökkum ykkur fyrir að taka okkur alvarlega og hlökkum til að heyra frá ykkur.“

Í fundargerð þessa fundar umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings kemur fram að samþykkt hafi verið að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að svara erindi 4. bekkjar Egilsstaðaskóla í samræmi við umræður á fundinum. Ekkert kemur fram í fundargerðinni um á hvaða nótum rætt var um erindið og það á því eftir að koma í ljós hvort að á Egilsstöðum verði komið upp afmörkuðum stað þar sem hægt verði að upplifa meiri ró og hæglæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu