fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Diljá Mist skýtur á Flokk fólksins og segir lítið heyrast frá honum í þessu máli

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 30. apríl 2025 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir að lítið hafi heyrst frá Flokki flokksins að undanförnu um útlendingamál. Bendir hún á að þessi málaflokkur hafi verið flokknum hugleikinn áður en hann settist í ríkisstjórn.

Diljá Mist skrifar grein um þetta í Morgunblaðið í dag og bendir á að efnahagsmálin hafi klárlega verið fyrirferðarmesta kosningamálið í síðustu kosningum. Útlendingamál, ekki síst málefni hælisleitenda, hafi þó einnig verið rækilega á dagskrá.

Ein af ástæðum þingrofs

„Ágrein­ing­ur um skil­virkni í mála­flokkn­um og landa­mæra­vörslu var þannig meðal þess sem Bjarni Bene­dikts­son þáver­andi for­sæt­is­ráðherra nefndi sem ástæður þess að hann lagði til þingrof og snemm­bún­ar kosn­ing­ar,“ segir hún í grein sinni.

Diljá nefnir að beinn kostnaður vegna út­lend­inga­mála hafi enda vaxið á ógn­ar­hraða und­an­far­in ár – upp í tugi millj­arða króna á ári. Þá segir hún að margir fram­bjóðenda til Alþing­is hafi svarað því að mark­miðið væri að taka hér vel á móti fólki, en við yrðum að setja því ein­hverj­ar skorður; tak­marka fjöld­ann.

„Full­trú­ar Flokks fólks­ins hafa verið áber­andi í umræðu um mál­efni hæl­is­leit­enda und­an­far­in ár. Flokk­ur­inn hef­ur lagt áherslu á að ís­lensk lög­gjöf sé færð til sam­ræm­is við það sem tíðkast ann­ars staðar á Norður­lönd­un­um. Ekki sé hægt að „rétt­læta“ vax­andi kostnað vegna mála­flokks­ins „gagn­vart skatt­greiðend­um“. Taf­ir á breyt­ing­um á út­lend­inga­lög­gjöf hafi „kostað al­menn­ing tugi millj­arða króna ár­lega“, svo vísað sé í orð for­manns­ins.“

Bíður eftir svörum

Diljá segir aftur á móti að lítið hafi heyrst frá Flokki fólksins um málaflokkinn frá því flokkurinn tók við stjórnartaumunum og bendir hún á að flokkurinn fari meðal annars með félagsmál og hluta af málefnum útlendinga og þar með stóran hluta kostnaðar vegna málaflokksins.

„Til þess að reyna að hreyfa við full­trú­um flokks­ins, sem virðist mest annt um að taka skóflu­stungu að borg­ar­línu og dýra­hald í fjöleign­ar­hús­um, hef ég lagt fram fyr­ir­spurn­ir á Alþingi. Fyr­ir­spurn­irn­ar snúa ann­ars veg­ar að því hvort og þá hvernig fé­lags­málaráðherra hyggst leggja sitt af mörk­um við að draga úr kostnaði við hælisleitendakerfið á Íslandi. Og hins veg­ar að end­ur­greiðslu rík­is­sjóðs á kostnaði sveit­ar­fé­laga við að aðstoða er­lenda rík­is­borg­ara,“ segir Diljá í grein sinni og bætir við að það verði fróðlegt að fá svör fulltrúa Flokks fólksins varðandi þessi mál sem höfðu verið flokknum svo hugleikin.

„Von­andi hef­ur það ekki breyst, þrátt fyr­ir að flokk­ur­inn hafi ekki fengið yfir 50% fylgi í kosn­ing­un­um,“ segir hún að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu