fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 2. apríl 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Einarsson, prófessor emeritus í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að atburðirnir á Reykjanesskaga skeri sig nokkuð úr miðað við fyrri atburði á þessu svæði á undanförnum árum.

Páll er í viðtali í Morgunblaðinu í dag um eldgosið sem hófst á Reykjanesskaganum í gærmorgun en gosið stóð mjög stutt yfir í samanburði við önnur gos á þessu svæði.

Páll bendir í fyrsta lagi á að gangurinn sem fylgir þessum atburði sé miklu stærri og lengri en í síðustu gosum á svæðinu.

„Í öðru lagi er gosið frek­ar lítið og virðist hætt í þess­um töluðu orðum en gang­ur­inn held­ur áfram að lengj­ast. Í raun er þetta meira gangainn­skot held­ur en eld­gos sem þarna hef­ur átt sér stað,“ segir hann og bætir við að venjulega sé það þannig að skjálftavirknin hætti þegar gosin koma upp. Það gerðist ekki í gær.

„Skjálfta­virkn­in hélt áfram ótrufluð þrátt fyr­ir gos. Þetta er því gangainn­skot en gosið fylg­ir með,“ seg­ir Páll við Morgunblaðið.

Hann segir að atburðurinn minni á atburðina í Kröflu árið 1980.

„Í Kröflu þekkt­um við að kvikuinn­skot­in gátu hagað sér með mjög mis­mun­andi hætti. Gos sem varð í Kröflu­eld­um í mars árið 1980 minn­ir nokkuð á þetta en ör­ugg­lega á margt eft­ir að ger­ast enn. Gang­ur­inn er enn að lengj­ast og stefn­ir í norðaust­ur. Þar er skjálfta­virkni,“ segir hann.

Veðurstofa Íslands sendi frá sér tilkynningu um stöðu mála í morgun og í henni var bent á að engin virkni hafi sést á gossprungunni síðan í gær.

Fram kemur að upp úr klukkan 21 í gærkvöldi hafi farið að draga úr skjálftavirkni á svæðinu, en ef marka má yfirlit Veðurstofunnar yfir jarðskjálfta síðustu 48 tímana sést að enn er talsverð skjálftavirkni á svæðinu nú í morgunsárið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“