fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Finna vel fyrir skjálftum í Grindavík en þar eru átta sem neita að fara

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. apríl 2025 09:07

Mikið hefur gengið á í Grindavík síðustu misserin. Fólk sem er þar núna finnur vel fyrir skjálftunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðbragðsaðilar sem eru við störf í Grindavík segjast finna fyrir jarðskjálftum í bænum. Þar sjást einnig merki um aflögun og því ekki útilokað að sprunguhreyfingar geti átt sér stað innanbæjar.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í fréttavakt RÚV um stöðu mála á Reykjanesskaga eftir að kvikuhlaup hófst á Sundhnúkagígsröðinni um klukkan 06:30 í morgun.

Rýmingu í Grindavík lauk í morgun en Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að átta einstaklingar ætli að vera eftir í Grindavík. Hann segir að lögregla þvingi fólk ekki til að rýma, það sé þarna á eigin ábygð og þekki flóttaleiðir.

Þá ræddi RÚV við Ásrúnu Kristinsdóttur, forseta bæjarstjórnar í Grindavík, sem var í bænum í morgun þegar boð um rýmingu barst. Segir hún skjálftana fyrirferðameiri og því fylgi ónotaleg tilfinning. Um 200 skjálftar hafa mælst síðan kvikuhlaupið hófst og fannst til dæmis einn, sem var 4 að stærð, vel á höfuðborgarsvæðinu.

Veðurstofa Íslands sagði í tilkynningu í morgun að merki frá aflögunarmælum séu sterkari en sést hafa í síðustu atburðum á Sundhnúksgígaröðinni. Það sýni að talsvert magn kviku er á ferðinni. Merkin sem sjást sýna að kvikan er að hreyfa sig bæði til norðausturs en einnig til suðurs í átt að Grindavík.

Samhæfingarstöð Almannavarna var virkjuð á áttunda tímanum og er þyrla Landhelgisgæslunnar tilbúin að fara í loftið ef og þegar eldgos byrjar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu