fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

5 gista fangageymslur eftir nóttina

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 30. mars 2025 09:31

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir voru handteknir og vistaðir í fangageymslu eftir líkamsárás í miðborginni. Alls gista fimm fangageymslur eftir nóttina. 89 mál voru skráð í kerfi lögreglunnar.

Í miðborginni var eftirlit með umferð, allnokkrir ökumenn sektaðir fyrir umferðarlagabrot. Einnig var eftirlit með veitinga- og skemmtistöðum í miðborginni. Allir sem voru heimsóttir reyndust í lagi. Lögregla sinnti fjórum útköllum þar sem um var að ræða þjófnað í verslanir á varðsvæðinu. Allnokkrar tilkynningar bárust um samkvæmishávaða í hverfum 101 og 105. Nokkuð um minniháttar tilkynningar, flestar tengdar ölvun.

Lögreglustöð 2 fékk tilkynningu um veiðimenn í vanda í hverfi 220 en tilkynnandi hafði áhyggjur að það væri búið að flæða að þeim. Veiðimennirnir höfðu engar áhyggjur af þessu og vildu enga aðstoð fá.

Í Kópavogi var einn handtekinn  fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Sá var töluvert ölvaður en var látinn laus á lögreglustöð eftir viðræður. Ökumaður var  handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur. Annar ökumaður reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli í 201 en lögreglu tókst að hafa hendur í hári hans.

Á lögreglustöð 4 sem sinnir verkefnum í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi,  Norðlingaholti, Mosfellsbæ, Kjósarhreppi og á Kjalarnesi var ökumaður handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur og akstur sviptur ökuréttindum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu