fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 11. mars 2025 18:32

Frá Kópavogi. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex eru í haldi lögreglunnar vegna andláts karlmanns snemma í morgun. Áverkar á hinum látna benda til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

Sjá einnig: Manndrápsmálið:Hinn látni var karlmaður á sextugsaldri – Líkið fannst í Gufuneskirkjugarði

Í tilkynningu frá lögreglunni fyrr í dag kom fram fimm væru í haldi lögreglunnar vegna málsins.

Sá sjötti var handtekinn í aðgerðum lögreglunnar í Kópavogi síðdegis eftir umfangsmikla eftirför í Kópavogi og Garðabæ. Af­skipti voru höfð af bíl við um­ferðareft­ir­lit í Linda­hverfi, en stöðvun­ar­merkj­um lög­reglu var ekki sinnt svo lög­regla hóf eft­ir­för.

Eft­ir­för­inni lauk við Hrauntungu. Tveir einstaklingar voru í bílnum og hlupu á brott undan lögreglu. Karlmaður var handtekinn, en leitað er að konunni sem var í bílnum.

Sérsveitin er komin til aðstoðar við lögregluna í Kópavogi.

Vísir greinir frá að fréttastofu hafi borist ábendingar um lögregluaðgerð við Víghólastíg í Kópavogi.

Uppfært kl. 19.14

RÚV segir hin handteknu vera ungmenni en yfir 18 ára aldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns