fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fréttir

Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna banaslyss í Grindavík

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 12. febrúar 2025 20:49

Lúðvík Pétursson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lög­regl­an á Suður­nesj­um hef­ur lokið rann­sókn sinni á bana­slysi í Grinda­vík 10. janú­ar 2024 og vísað henni til embætt­is héraðssak­sókn­ara. Mbl.is greinir frá og og hefur staðfest frá Úlfari Lúðvíks­syni lög­reglu­stjóra á Suður­nesj­um.

Lúðvík Pét­urs­son lést eftir að hann féll ofan í sprungu þar sem hann vann að því, ásamt öðrum, að bjarga húsi við Víkurhóp. Lúðvík vann við jarðvegsþjöpp­un og við að fylla í sprung­ur er þar höfðu mynd­ast vegna jarðskjálfta. Verkið var unnið af verk­fræðistof­unni Eflu að beiðni Nátt­úru­ham­fara­trygg­inga Íslands (NTÍ). Efla sá um að ráða verk­taka og skipu­leggja fram­kvæmd­ir. Greiðslur komu frá NTÍ.

Fimm eru með rétt­ar­stöðu sak­born­ings í mál­inu og mun héraðssaksóknari taka ákvörðun um hvort ákært verði vegna máls­ins. Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is hef­ur minnst einn starfsmaður Eflu rétt­ar­stöðu sak­born­ings.

„Rann­sókn­in beind­ist að því ákvæði 215. grein­ar al­mennr­ar hegn­ing­ar­laga er varðar mann­dráp af gá­leysi og einnig lög um aðbúnað um holl­ustu­hætti og ör­yggi á vinnu­stöðum,“ seg­ir Úlfar við Mbl.is.

Í skýrslu Vinnu­eft­ir­lits­ins um slysið er sér­stak­lega gerð at­huga­semd við að áhættumat á aðstæðum hafi ekki farið fram, meðal ann­ars á jarðfræðileg­um aðstæðum á því svæði þar sem jörð gaf sig þegar Lúðvík var að störf­um.

Efla hafði reglu­legt eft­ir­lit með fram­kvæmd­um ásamt nokkr­um öðrum sam­bæri­leg­um verk­um í bæn­um, sem fólst meðal ann­ars í að aðlaga verklag eft­ir þörf­um og aðstæðum á hverj­um stað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

„Á meðan kerfið sér „hættu” þá sé ég bara manneskju sem er að reyna að lifa einn dag í einu“

„Á meðan kerfið sér „hættu” þá sé ég bara manneskju sem er að reyna að lifa einn dag í einu“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Pantaði sjúkrabíl í sex skipti á hálfu ári en borgaði ekki – Hundeltur af Slökkviliðinu

Pantaði sjúkrabíl í sex skipti á hálfu ári en borgaði ekki – Hundeltur af Slökkviliðinu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjölskyldudrama í Landsrétti – Greip í taumana þegar aldraður faðir hans kynntist nýrri vinkonu og há upphæð hvarf af bankareikningi hans

Fjölskyldudrama í Landsrétti – Greip í taumana þegar aldraður faðir hans kynntist nýrri vinkonu og há upphæð hvarf af bankareikningi hans
Fréttir
Í gær

Myndband: Hryllileg árás í Mjódd fyrir dóm – Líkur á að brotaþoli verði ákærður líka

Myndband: Hryllileg árás í Mjódd fyrir dóm – Líkur á að brotaþoli verði ákærður líka
Fréttir
Í gær

Ferðamaður frá Víetnam í miklum vandræðum eftir að lögreglan á Selfossi haldlagði vegabréfið hans

Ferðamaður frá Víetnam í miklum vandræðum eftir að lögreglan á Selfossi haldlagði vegabréfið hans
Fréttir
Í gær

Lögreglan hvetur íslensk fyrirtæki til að vera á varðbergi – Fölsk fyrirtækjalén notuð til fjársvika

Lögreglan hvetur íslensk fyrirtæki til að vera á varðbergi – Fölsk fyrirtækjalén notuð til fjársvika