fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Fréttir

Sigríður og Helgi ósammála um ofsóknir Kourani – „Þessir tölvupóstar sögðu mér að maðurinn var enn með mig á heilanum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 5. september 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hefur ýmislegt að athuga við yfirlýsingu sem Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari birti í dag um mál sem varðar áminningar hennar til Helga og bréfaskriftir hennar til dómsmálaráðherra um málefni Helga.

Í yfirlýsingunni segist Sigríður ekki kannast við að síbrotamaðurinn Mohmad Kourani hafi ofsótt Helga og fjölskyldu hans linnulítið í þrjú ár og jafnframt segist hún hafa brugðist við ofsóknum síbrotamannsins í garð vararíkissaksóknarans. Um þetta segir í yfirlýsingunni:

„Þá telur ríkissaksóknari rétt að gera grein fyrir því að ríkissaksóknari og ríkislögreglustjóri brugðust strax við þegar vararíkissaksóknara og ríkissaksóknara fóru að berast tölvupóstar frá tilteknum einstaklingi sem fólu í sumum tilvikum í sér hótanir í garð vararíkissaksóknara og fjölskyldu hans. Var gripið til þeirra ráðstafana sem gerðar eru í tilvikum sem þessum en ríkissaksóknara var ekki kunnugt um að vararíkissaksóknara þættu þær ráðstafanir ekki fullnægjandi fyrr en hann lýsti þeirri skoðun sinni í fjölmiðlum nýverið.“

Sigríður tilgreinir ákæruatriði í dómi sem var kveðinn upp yfir Kourani þar sem hann var meðal annars sakfelldur fyrir hótanir í garð Helga. Segir Sigríður að henni sé ekki kunnugt um ofsóknir Kourani í garð Helga eftir þann tíma sem tilgreindur er í ákæruliðunum:

„Ríkissaksóknara er ekki kunnugt um að umræddur einstaklingur hafi, síðan þau atvik áttu sér stað sem fjallað er um í ofangreindum dómi, haft uppi frekari líflátshótanir gagnvart vararíkissaksóknara eða að hann hafi nálgast eða setið um heimili hans, hvað þá linnulaust í 3 ár, líkt og ætla mætti af ummælum vararíkissaksóknara og umfjöllun fjölmiðla.“

Ofsóknirnar staðið yfir í eitt og hálft ár í viðbót

„Hún vísar þarna til dóms sem komu fyrir tveir ákæruliðir, annar varðar atvik 16. janúar 2021 og hitt tilvikið er frá 7. mars 2022. En ég var að fá tölvupósta frá honum með svipuðum skilaboðum alveg þangað til í nóvember eða desember á síðasta ári. Ég kærði það ekki og það hefur ekki orðið að lögreglumáli en þau héldu áfram þessi misgáfulegu og misskýru skilaboð í tölvupóstum frá honum alveg fram á þann tíma,“ segir Helgi í viðtali við DV um málið.

„Hún er bara að horfa á dóminn og það sem var ákært fyrir. Hann var búinn að fá dóm í millitíðinni og ég elti ekki ólar við að kæra þessar tölvupóstasendingar. En þessir tölvupóstar sögðu mér að maðurinn var enn með mig á heilanum.“

Í yfirlýsingunni greinir Sigríður frá því að hún hafi veitt Helga áminningar fyrir ummæli hans á samfélagsmiðlum í samráði við dómsmálaráðherra. Rekur hún bréfaskipti á milli ráðuneytisins og embættis ríkissaksóknara þar sem ráðuneytið áréttar „mikilvægi þess að embætti ríkissaksóknara njóti bæði virðingar og trausts almennings og að hafið sé yfir vafa að við meðferð mála hjá embættinu sé hvers kyns mismunun og hlutdrægni hafnað.“

Helgi segir að ekkert í þessari yfirlýsingu ríkissaksóknara breyti þeirra skoðun sinni að hún hafi ekki heimild til að veita honum áminningu. „Að mínu viti breytir þetta samráð engu um það að hún hefur að mínu áliti ekki heimild til þess að veita mér áminningu, hvort sem hún hefur sagt ráðherra frá því eða ekki. Hún öðlast ekki vald  frá ráðherra við það eitt að eiga í einhverjum samskiptum við ráðherra.“

Segir Sigríði lítið sem ekkert hafa brugðist við

„Þetta viðbragð var ósköp lítið af hálfu ríkislögreglustjóra og ekkert af hálfu ríkissaksóknara. Ég var bara í beinum samskiptum við ríkislögreglustjóra og á greiningardeildinni var maður sem á tímabili hengdi upp hjá okkur símanúmerið hjá Neyðarlínunni og lét mig seinna fá einhvern varnarbúnað í kjölfar þessarar árásar í Valshverfinu,“ segir Helgi og telur að Sigríður hafi í raun engin afskipti haft af hótanamálinu og viti lítið um það.

„Mér finnst hún gefa til kynna meiri aðkomu að þessu máli en hún hafði nokkurn tíma.“ – En finnst honum hún vera að gera lítið úr þessum ofsóknum?

„Já, mér finnst það, hún lætur nægja að benda bara á það sem var dæmt fyrir í þessu máli. Dómurinn sem hún tiltekur í yfirlýsingunni stendur bara út af fyrir sig en það hefur ekkert að gera með það hvernig ég upplifi öryggi á mínu heimili við áframhaldandi afskipti þessa manns af mér, eða í tölvupóstasendingum hans til mín. Dómurinn er eitt en maðurinn sjálfur gekk áfram laus og var  alltaf að senda mér skilaboð. Ég var undir þessu sama áfram. Þú sérð bara hvað hún hefur mikla vitneskju um þetta því hún þurrkar út eitt og hálft ár. Það segir svolítið um hvað hún hefur látið sig varða þetta mikið,“ segir Helgi og telur að í raun hafi ríkissaksóknari látið sig varða ofsóknirnar gegn honum lítið sem ekkert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ari Trausti segir eldgos ógna hugsanlegu flugvallarstæði í Hvassahrauni

Ari Trausti segir eldgos ógna hugsanlegu flugvallarstæði í Hvassahrauni
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Bíræfnir bófar á ferð í sumarhúsahverfum – Brutu upp gáma og stálu dósum frá björgunarsveit

Bíræfnir bófar á ferð í sumarhúsahverfum – Brutu upp gáma og stálu dósum frá björgunarsveit
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vilhjálmur fagnar innilega útspili Arion og skorar á aðra

Vilhjálmur fagnar innilega útspili Arion og skorar á aðra
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

SFS segja að reka þurfi fiskvinnslufólk ef ríkið hætti að borga laun í hráefnisskorti – Þurfa ekki að borga uppsagnarfrest

SFS segja að reka þurfi fiskvinnslufólk ef ríkið hætti að borga laun í hráefnisskorti – Þurfa ekki að borga uppsagnarfrest
Fréttir
Í gær

Haraldur ósammála Adolfi Inga og birtir gamlan tölvupóst frá honum – „Þar skín vel í gegn fyrrnefnt viðhorf í garð bardagaíþrótta“

Haraldur ósammála Adolfi Inga og birtir gamlan tölvupóst frá honum – „Þar skín vel í gegn fyrrnefnt viðhorf í garð bardagaíþrótta“
Fréttir
Í gær

Verulega ósátt við lýsingar Hannesar Hólmsteins á henni – „Hreint með ólíkindum að þú hafir verið prófessor við Háskóla Íslands“

Verulega ósátt við lýsingar Hannesar Hólmsteins á henni – „Hreint með ólíkindum að þú hafir verið prófessor við Háskóla Íslands“