fbpx
Miðvikudagur 09.október 2024
Fréttir

Fleiri eigendur í Högum krefja félagið um svör vegna áfengissölu – „Ef Hagar og Hagkaup halda þessu til streitu þá ættu lífeyrissjóðirnir að selja sín hlutabréf“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 30. september 2024 12:30

Björn Sævar er hissa á viðbrögðum Haga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fleiri lífeyrissjóðir sem eiga hlut í Högum hafa sent erindi á félagið vegna opnun netsölu áfengis. Meðal annars hafa þeir krafið forstjóra um svör um hvernig salan samræmist lýðheilsustefnu félagsins.

Almenni lífeyrissjóðurinn

Einn af þeim sem sent hafa bréf á Haga er Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins. Sjóðurinn á 1,02 prósent í félaginu og er 15. stærsti hluthafinn. Innan sjóðsins eru meðal annars læknar, arkitektar og hljómlistarmenn.

Í bréfinu segir að sjóðurinn leggi ekki mat á hvort að netverslun með áfengis fari á svig við lög en áréttar að netverslun Hagkaupa verði einungis gerð á þeim grundvelli að hún sé lögleg. „Einnig að farið hafi fram mat á því að starfsemin uppfylli markmið í sjálfbærnisstefnu Haga um að lýðheilsa sé höfð í fyrirrúmi í starfsemi fyrirtækisins,“ eins og segir í bréfinu. Óskað er eftir upplýsingum um mat Haga á þessum tveimur hlutum.

Lífsverk

Annar sjóður sem óskað hefur eftir upplýsingum um þetta er Lífsverk. Lífsverk á 0,68 prósent og er 17. stærsti hluthafinn, en innan sjóðsins eru meðal annars verkfræðingar.

Í svari Jóns L. Árnasonar framkvæmdastjóra sjóðsins við bréfi Björns Sævars Einarssonar, formanns IOGT á Íslandi, segir að Finnur Oddsson, forstjóri Haga hafi verið inntur um svör um hvort að hann teldi áfengissalan samræmast stefnu um samfélagslega ábyrgð. Þar kæmu til álita lýðheilsusjónarmið og vafi á um hvort salan samræmdist lögum.

Hafi Finnur svarað því að vera fullviss um að salan væri í takti við stefnu um samfélagslega ábyrgð, væri ekki á skjön við lýðheilsusjónarmið eða íslensk lög eða evrópskar reglur. Myndi ítarlegra svar verða sent síðar.

Hissa á svörum Finns

Björn, sem hefur fyrir sitt félag tekið þátt í baráttu breiðfylkingar heilbrigðis og forvarnarstétta gegn netverslun áfengis, segist hissa á þessum svörum Haga og finnst þau miður.

Sjá einnig:

Stór eigandi í Högum harmar opnun áfengissölu Hagkaupa – „Sjóðurinn vill að þau fyrirtæki sem hann fjárfestir í sýni samfélagslega ábyrgð“

„Áfengisneysla er heilsuspillandi og lýðheilsuspillandi. Þess vegna er sala þessi ekki í samræmi við stefnu Haga um samfélagsábyrgð og lýðheilsusjónarmið,“ segir Björn.

Nefnir hann til að mynda rannsóknir háskólanema við HÍ sem hafi meðal annars sýnt að 142 deyji á Íslandi á hverju ári vegna áfengis. MA ritgerð Ara Matthíassonar, fyrrverandi formanns SÁÁ, frá árinu 2010 hafi sýnt fram á samfélagslegan kostnað upp á allt að 87 milljarð króna. Framreiknað sé það 150 milljarðar, sem jafngildi fasteignamati Grindavíkur. „Áfengisiðnaðurinn eru að rústa einni Grindavík á hverju ári,“ segir Björn.

Ættu að selja sín hlutabréf

Björn segir að lífeyrissjóðirnir séu byrjaðir að bregðast við og svara sjóðsfélögum varðandi áfengissölu Hagkaupa. En eins og DV greindi frá í síðustu viku þá harmar lífeyrissjóðurinn Brú, sem á um 10 prósent í Högum, áfengissöluna.

„Ef Hagar og Hagkaup halda þessu til streitu þá ættu lífeyrissjóðirnir að selja sín hlutabréf,“ segir Björn.

Sjá einnig:

Ósætti um kaupréttarsamninga á hluthafafundi Haga – Þetta eru nöfnin níu sem fá að kaupa

Nefnir hann að KLP, stærsti lífeyrissjóður Noregs, hafi mjög skýra stefnu um að fjárfesta ekki í fyrirtækjum sem selja eða framleiða áfengi. Sjóðurinn listi upp fyrirtæki sem hann fjárfesti ekki í. Hér á Íslandi séu lífeyrissjóðirnir með óljósari stefnu.

Nefnir hann að áfengi valdi því að margir sjóðsfélagar komist ekki á lífeyristökualdur. Eða þá að þeir sem það gera séu með lélegri heilsu og lifi skemur.

„Kaldhæðnislega er hægt að segja að það sé eitthvað sem stjórnendur sjóðanna vilji. En það getur þó varla verið opinber stefna þeirra,“ segir Björn að lokum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Lögregla með mikinn viðbúnað eftir hnífaárás í gærkvöldi

Lögregla með mikinn viðbúnað eftir hnífaárás í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Vinur Guðmundar útskrifaðist af geðdeild – Fór beint heim og svipti sig lífi

Vinur Guðmundar útskrifaðist af geðdeild – Fór beint heim og svipti sig lífi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fólki verulega misboðið: „Mannslífið lítilsvert! Djöfulsins óréttlæti“ – Helgi segir að hinn dæmdi sé alls ekki sloppinn

Fólki verulega misboðið: „Mannslífið lítilsvert! Djöfulsins óréttlæti“ – Helgi segir að hinn dæmdi sé alls ekki sloppinn
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ferðamenn himinlifandi með bílaleiguna eftir slys við Blönduós – „Þetta tók innan við mínútu og við vorum stórhissa“

Ferðamenn himinlifandi með bílaleiguna eftir slys við Blönduós – „Þetta tók innan við mínútu og við vorum stórhissa“
Fréttir
Í gær

Segir ekki of seint að hætta við enda verði sparnaðurinn enginn – „Metnaðar – og virðingarleysið er algjört fyrir sögunni“

Segir ekki of seint að hætta við enda verði sparnaðurinn enginn – „Metnaðar – og virðingarleysið er algjört fyrir sögunni“
Fréttir
Í gær

Nemendur við MA lesa bók með grófum lýsingum á kynferðisofbeldi – „Við vitum svo miklu meira en áður um triggera”

Nemendur við MA lesa bók með grófum lýsingum á kynferðisofbeldi – „Við vitum svo miklu meira en áður um triggera”