fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Grímur segir lögregluna ekki eltast við gróusögur

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 17. september 2024 17:30

Grímur Grímsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að lögreglan ætli ekki að eyða tíma í að eltast við sögusagnir í Krýsuvíkurmálinu. 

Engar ábendingar eða sönnunargögn hafi borist til lögreglu umfram það sem Sigurður Fannar Þórsson sem situr í gæsluvarðhaldi hefur sagt lögreglu.

Sigurður Fannar var handtekinn á sunnudagskvöld grunaður um að hafa orðið Kolfinnu Eldeyju, tíu ára dóttur sinni, að bana. Sigurður Fannar hringdi sjálfur í lögreglu og að hann hefði banað dóttur sinni. Hann var handtekinn og í gær var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 24. september.

Grímur segir í samtali við Vísi að fólk tengt Sigurði Fannari og hans fjölskyldu hafi gefið skýrslur hjá lögreglu í dag. Sigurður Fannar var ekki yfirheyrður í dag. Meðal þess sem er til rannsóknar sé hvar stúlkan lét lífið líkt og DV greindi frá fyrr í dag. 

Sögusagnir hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum og víðar um manndrápið. Grímur segir lögregluna ekki eltast við slíkar sögusagnir. 

Rétt er að minna á að telji einstaklingar sig hafa upplýsingar um þetta sakamál, eða önnur, geta viðkomandi sett sig í samband við lögregluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forstjóri Play boðaði til starfsmannafundar

Forstjóri Play boðaði til starfsmannafundar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nígeríska brúðurin greinir frá því hvers vegna hjónin völdu Ísland – „Ísland við elskum þig svo mikið“

Nígeríska brúðurin greinir frá því hvers vegna hjónin völdu Ísland – „Ísland við elskum þig svo mikið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi