fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Hinn grunaði í Selfossmálinu er látinn – Engin ákæra verður gefin út vegna andláts Sofiu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. september 2024 11:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákæra verður ekki gefin út í tengslum við andlát Sofiu Sarmite Kolsenikovu sem lést á Selfossi í apríl í fyrra. Þetta er sökum þess að hinn grunaði í málinu, karlmaður á þrítugsaldri, er látinn. Þetta staðfesti Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá Héraðssaksóknara, í samtali við Vísi. Mun maðurinn hafa fundist látinn á Taílandi samkvæmt frétt mbl.is.

Sjá einnig: Minnist Sofiu systur sinnar sem lést á Selfossi

Mun rannsókn þar með ljúka án útgáfu ákæru heldur með því að tilkynna réttargæslumanni aðstandenda Sofiu, og verjanda hins grunaða, um niðurstöðuna.

Maðurinn var grunaður um að hafa orðið Sofiu að bana og sömuleiðis var honum gert að sök að hafa spillt sönnunargögnum áður en lögreglu var gert viðvart. Maðurinn neitaði sök í málinu og sagði í fyrstu skýrslutöku að Sofia hefði látið lífið eftir of stóran skammt af vímuefnum. Þetta hafi átt sér stað nokkrum tímum eftir að þau höfðu samfarir sem fólu í sér kyrkingartök. Maðurinn breytti þó framburði sínum ítrekað.

Sjá einnig: Selfossmálið:Tilkynnti lát Sofiu tæpum hálfum sólarhring síðar og spillti sönnunargögnum

Bráðabirgðaniðurstöður krufningar sýndu að líkleg dánarorsök Sofiu væri kyrking með hendi. Síðar var tekið fram að dánarorsök væri m.a. kyrking og kókaíneitrun. Í gæsluvarðhaldsúrskurði frá því í júní í fyrra kom fram að framburður hins grunaða hefði tekið miklum breytingum á meðan á rannsókn málsins stóð.  Þá hefði hann gefið takmarkaðar skýringar á atriðum sem undir hann voru borin eða neitað að svara spurningum. Síðar viðurkenndi hann að hafa fært lík Sofu og þannig spillt vettvangi fyrir rannsakendum.

Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi í 18 vikur áður en var eftir það leystur úr haldi en úrskurðaður í farbann, farbannið hafði svo runnið sitt skeið áður en maðurinn fannst látinn.

Fram hefur komið að hinn grunaði var í miklu áfalli eftir andlát Sofiu og þurfti verjandi hans á fyrri stigum rannsóknar að verja miklum tíma í að hughreysta skjólstæðing sinn og sinna sálgæslu.

Fréttin hefur verið uppfærð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“
Fréttir
Í gær

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru
Fréttir
Í gær

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“
Fréttir
Í gær

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“