fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fréttir

Engin fíkniefni í Hornafjarðarmálinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 9. ágúst 2024 16:07

Frá Höfn í Hornafirði. Mynd/Pjetur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki reyndust fíkniefni vera um borð í báti sem kyrrsettur var á Höfn í Hornafirði í gær vegna gruns um fíkniefnasmygl. Mikill viðbúnaður viðbragðsaðila var á Höfn í gær vegna málsins en sérsveit Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan komu að málinu, ásamt Lögreglunni á Suðurlandi og miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér eftirfaradi tilkynningu vegna málsins:

„Engin fíkniefni reyndust vera í pakkningum sem fundust við tollskoðun um borð í skemmtibáti á Höfn í Hornafirði í gær. Nokkur viðbúnaður var uppi vegna grunsemda um möguleg fíkniefni, en að málinu komu lögregluembættin á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu, auk tollgæslunnar. Pakkningarnar voru fluttar til Reykjavíkur til frekari skoðunar, sem leiddi í ljós að þær innihéldu ekki fíkniefni líkt og áður sagði. Tveir skipverjar voru yfirheyrðir vegna málsins, en þeir eru nú frjálsir ferða sinna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Líkamsárás í Kópavogi – Nefbraut konu

Líkamsárás í Kópavogi – Nefbraut konu
Fréttir
Í gær

Sérkennilegt ástand hjá Auto Park – Eigendaskipti í skugga ógreiddra launa

Sérkennilegt ástand hjá Auto Park – Eigendaskipti í skugga ógreiddra launa
Fréttir
Í gær

Lögregluaðgerð með aðstoð sérsveitar stendur yfir á Selfossi

Lögregluaðgerð með aðstoð sérsveitar stendur yfir á Selfossi
Fréttir
Í gær

Kristján Sívarsson fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar – Olli höfuðkúpubroti konu

Kristján Sívarsson fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar – Olli höfuðkúpubroti konu
Fréttir
Í gær

Heimsþekktur grínisti gerði óspart grín að nafni íslenskrar konu – „Er það í alvöru nafnið þitt?“

Heimsþekktur grínisti gerði óspart grín að nafni íslenskrar konu – „Er það í alvöru nafnið þitt?“
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Afi Margrétar sagði föður hennar hafa setið til borðs með ullarhúfu á höfðinu til að leyna áverkum

Súlunesmálið: Afi Margrétar sagði föður hennar hafa setið til borðs með ullarhúfu á höfðinu til að leyna áverkum