fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Engin fíkniefni í Hornafjarðarmálinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 9. ágúst 2024 16:07

Frá Höfn í Hornafirði. Mynd/Pjetur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki reyndust fíkniefni vera um borð í báti sem kyrrsettur var á Höfn í Hornafirði í gær vegna gruns um fíkniefnasmygl. Mikill viðbúnaður viðbragðsaðila var á Höfn í gær vegna málsins en sérsveit Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan komu að málinu, ásamt Lögreglunni á Suðurlandi og miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér eftirfaradi tilkynningu vegna málsins:

„Engin fíkniefni reyndust vera í pakkningum sem fundust við tollskoðun um borð í skemmtibáti á Höfn í Hornafirði í gær. Nokkur viðbúnaður var uppi vegna grunsemda um möguleg fíkniefni, en að málinu komu lögregluembættin á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu, auk tollgæslunnar. Pakkningarnar voru fluttar til Reykjavíkur til frekari skoðunar, sem leiddi í ljós að þær innihéldu ekki fíkniefni líkt og áður sagði. Tveir skipverjar voru yfirheyrðir vegna málsins, en þeir eru nú frjálsir ferða sinna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin