fbpx
Miðvikudagur 11.september 2024
Fréttir

Nýnasistar láta greipar sópa í stórverslunum – „Náðu í eitthvað fyrir mig. Náðu í bleikt gin!“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 6. ágúst 2024 11:00

Keir Starmer hefur heitið því að gerendur verði sóttir til saka. Myndir/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Múgurinn sem staðið hefur að óeirðunum í Bretlandi undanfarna daga hefur ekki aðeins skilið eftir sig slóð eyðileggingar. Hann hefur einnig látið greipar sópa í verslunum og nælt sér í ýmsan varning.

„Náðu í eitthvað fyrir mig. Náðu í bleikt gin!,“ má heyra í einu myndbandi af óeirðum í borginni Middlesbrough. En þar réðust nýnasistar inn í Iceland verslun og létu greipar sópa. Sést meðal annars hvernig nokkrir þeirra fá sér mjólkurhristing eins og greint er frá í frétt Daily Mail.

Iceland, Sainsbury og fleiri stórverslanir voru skotmörk nýnasistanna.

„Náðu í símana! Náðu í símana!“ heyrist í öðru myndbandi sem tekið var upp í símaviðgerðarbúð í borginni Liverpool. Rifu þeir upp lúguna stálu símum og skildu umbúðirnar eftir á götunni.

Ráðist að innflytjendum og lögreglu

Óeirðirnar brutust út eftir hnífaárás í Southport, nálægt Liverpool, þann 29. júlí þar sem þrjár ungar stúlkur létust. Árásarmaðurinn er ungur Breti, ættaður frá Rúanda, en snemma fór af stað umræða á samfélagsmiðlum þar sem ranglega var staðhæft að hann væri múslimi og hælisleitandi.

Verslun Lush í Hull var illa útleikin.

Ýmis nýnasistasamtök í Bretlandi, meðal annars English Defence League, eggjuðu stuðningsmenn sína til þess að ráðast að hælisleitendum og innflytjendum og hafa staðið yfir óeirðir í marga daga síðan. Fyrst í Sunderland og Blackburn en síðan í tugum borga, einkum í norðvestrinu og norðaustrinu. Meðal annars hafa nýnasistarnir veist að moskum og íbúðum hælisleitenda en einnig að lögreglu.

Breska ríkisstjórnin boðaði til neyðarfundar vegna óeirðanna. Nokkur hundruð hafa verið handteknir og Keir Starmer, forsætisráðherra, hefur heitið því að gerendur verði dregnir til ábyrgðar.

Snyrtivörur og skór

En eins og áður segir hefur skríllinn ekki aðeins ráðist á saklausa borgara. Hann hefur einnig ráðist á stórar verslunarkeðjur, eins og Greggs og Iceland, og nælt sér í varning. Skóverslanir Shoezone hafa einnig orðið illa fyrir barðinu á nýnasistunum.

Í borginni Hull var brotist inn í verslun snyrtivörubúðarinnar Lush. Náðist þar meðal annars ljósmynd af tveimur konum þar sem önnur var með stútfulla körfu af stolnum snyrtivörum. Hin var með nokkur stolin pör af Crocs skóm. Virðast þær báðar nokkuð ánægðar með dagsverkið.

Öryggislásarnir voru enn þá á flöskunum.

Talsmaður Lush sagðist miður sín yfir því hvernig farið hafði verið með búðina í Hull, en sagði að það hefði verið ráðist á fleiri Lush búðir víðs vegar í Bretlandi.

Af myndefni frá Manchester má sjá nokkra menn, sem sumir hverjir eru grímuklæddir, ráðast inn í verslunina Sainsbury og ná sér í áfengi. Enn þá voru samt öryggislásarnir á flöskunum þannig að þeir munu þurfa að brjóta þær til að komast í görugt vínið. Auk þjófnaðarins var vitaskuld margt eyðilagt, bæði vörur og innréttingar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hinn grunaði í Selfossmálinu er látinn – Engin ákæra verður gefin út vegna andláts Sofiu

Hinn grunaði í Selfossmálinu er látinn – Engin ákæra verður gefin út vegna andláts Sofiu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta eru „bestu“ lönd í heimi – Ísland kemst ekki á topp 20

Þetta eru „bestu“ lönd í heimi – Ísland kemst ekki á topp 20
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Veturinn minnir á sig í dag: „Norðanátt með talsverðri snjókomu“

Veturinn minnir á sig í dag: „Norðanátt með talsverðri snjókomu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Jónasson er látinn: „Bjössi var einn af bestu sonum þjóðarinnar“

Björn Jónasson er látinn: „Bjössi var einn af bestu sonum þjóðarinnar“