fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fréttir

Miklu hvassviðri og vatnsveðri spáð í Vestmannaeyjum í kvöld – Engar breytingar á dagskrá Þjóðhátíðar

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 4. ágúst 2024 12:52

Mynd frá Þjóðhátíð í Eyjum. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og allir vita stendur Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum nú yfir. Veðrið hefur sett nokkurn strik í reikninginn nú þegar hjá gestum hátíðarinnar og ekki er ólíklegt að svo verði einnig þegar lokakvöld hátíðarinnar rennur upp í kvöld með áframhaldandi tónleikahaldi og svo einum af hápunktum hátíðarinnar, Brekkusöngnum. Á vef veðurstofunnar er sérstaklega varað við hvassviðri í Vestmannaeyjum með snörpum vindhviðum en einnig er spáð mikillli rigningu.

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem tekur gildi klukkan 18 í kvöld og rennur út klukkan 6 í fyrramálið.

Í viðvöruninni er Vestmannaeyja sérstaklega getið og þar spáð meðalvindi upp á 15-20 metra á sekúndu og að búast megi við snörpum vindhviðum. Einnig kemur fram að líkur séu á töluverðri eða mikilli rigningu.

Miðað við úrkomutölur í myndaspá á vef Veðurstofunnar verður rigningin í Vestmannaeyjum töluverð. Spáin miðar við veðurstöðina á Stórhöfða en samkvæmt henni verður úrkoman á milli klukkan 19 og 23 í kvöld 24 millimetrar sem verður að teljast mikil úrkoma á ekki lengri tíma.

Samkvæmt dagskrá Þjóðhátíðar eiga að hefjast tónleikar á Brekkusviði klukkan 20:20. Þar munu ýmsir listamenn koma við sögu en sjálfur Brekkusöngurinn á að hefjast klukkan 23 en miðað við spá Veðurstofunnar ætti mesta rigningin að vera búin um það leyti en ekkert lát verður þó á hvassviðrinu.

Jónas Guðbjörn Jónsson formaður Þjóðhátíðarnefndar tjáði Vísi að ekki sé annað fyrirhugað en að engar breytingar verði gerðar á dagskránni þrátt fyrir veðurspánna.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hröktust þó nokkrir gestir Þjóðhátíðar undan hvassviðrinu í Herjólfsdal vegna hvassviðris í gær. Höfðu þá tjöld viðkomandi gesta fokið burt eða skemmst. Fékk töluverður hópur inni í yfirbyggðu knattspyrnuhúsi Eyjamanna, Herjólfshöllinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi
Fréttir
Í gær

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný von fyrir Úkraínu – Bandaríkin senda fullkomin flugskeyti

Ný von fyrir Úkraínu – Bandaríkin senda fullkomin flugskeyti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknir á Landspítalanum notaði sjúkraskrár til að afla viðskiptavina fyrir einkafyrirtæki

Læknir á Landspítalanum notaði sjúkraskrár til að afla viðskiptavina fyrir einkafyrirtæki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bónus gefið 2500 barnabónusbox og 1600 umsóknir til viðbótar bíða afgreiðslu

Bónus gefið 2500 barnabónusbox og 1600 umsóknir til viðbótar bíða afgreiðslu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“