fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fréttir

Svona er staðan á eldgosinu eftir nóttina

Ritstjórn DV
Föstudaginn 23. ágúst 2024 07:27

Mynd: Landhelgisgæslan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 í gærkvöldi náði jafnvægi um miðja nótt. Mikilvægir innviðir eru ekki taldir í hættu þó talið sé líklegt að hraunflæðið nái yfir Grindavíkurveg.

Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptafulltrúi Almannavarna, sagði við RÚV í morgun að allar breytur verði settar inn í hraunflæðilíkön sem reikna má með að liggi fyrir með morgninum.

Segir Hjördís ekki ólíklegt að hraunið fari yfir Grindavíkurveg og það sé eitthvað sem fólk þekkir vel. Það sé ekki jafn mikið vandamál og áður.

Ný gossprunga opnaðist í nótt við norðurenda fyrri sprungunnar og er virknin langmest í nyrðri hlutanum, skammt frá Stóra-Skógfelli.

Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði við RÚV í morgun að þetta gos væri frábrugðið öðrum vegna þess hversu norðarlega virknin er. Aflögun haldi áfram norðan við nýju sprunguna og það gæti bent til þess að kvika sé að finna sér leið í jarðskorpunni.

Grindavík er ekki í hættu og ekkert hraunflæði á leið þangað en hraunið rennur nú í átt að Litla-Skógfelli, framhjá Stóra-Skógfelli og til austurs og norður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“
Fréttir
Í gær

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hörður hafnar með öllu ásökunum Haddar og ætlar í mál dragi hún orð sín ekki til baka

Hörður hafnar með öllu ásökunum Haddar og ætlar í mál dragi hún orð sín ekki til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tré rifnaði upp í stormi og viku seinna kom óhugnaður í ljós

Tré rifnaði upp í stormi og viku seinna kom óhugnaður í ljós
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fengu ekkert fyrir kröfur Omza gegn ÍAV – Sagt að hypja sig af verksvæðinu vegna tafa og galla á verkinu

Fengu ekkert fyrir kröfur Omza gegn ÍAV – Sagt að hypja sig af verksvæðinu vegna tafa og galla á verkinu