fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Fyrsta lögreglumanninum í máli George Floyd sleppt úr fangelsi – Hélt fótunum á meðan hann var kæfður

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 21. ágúst 2024 22:00

Thomas Lane fékk tvo fangelsidóma tengda manndrápinu á Floyd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Lane, einn af fjórum lögreglumönnum sem dæmdir voru fyrir meðferðina sem leiddi til dauða George Floyd, hefur verið sleppt úr fangelsi. Hann afplánaði tvo dóma samtímis.

Lane var dæmdur fyrir að brjóta á borgararéttindum George Floyd þann 25. maí árið 2020 í borginni Minneapolis í Minnesota fylki. Tveir aðrir lögreglumenn, Tou Thao og J. Aleaxander Kueng, voru dæmdir fyrir það sama en sá fjórði, Derek Chauvin fékk dóm fyrir manndráp.

Morðið á George Floyd, sem hafði verið handtekinn fyrir að selja sígarettur á götuhorni og nota falsaðan 20 dollara seðil í kjörbúð, olli gríðarlegri reiði og mótmælaöldu í Bandaríkjunum og víðar. Samtökin Black Lives Matter hlutu alþjóðlega athygli í mótmælunum.

Þrír fengu vægari dóma

Thomas Lane, sem hélt fótum George Floyd á meðan hann var kæfður til dauða, var sá fyrsti til að vera dæmdur í málinu. Hann fékk tveggja og hálfs árs fangelsisdóm í júlí árið 2022 sem var jafn framt stysti dómurinn. Kueng fékk þriggja ára dóm, Thao þriggja og hálfs árs en Chauvin rúmlega 22 árs fangelsisdóm.

Blaðið People greinir frá því að Lane, sem er 41 árs gamall, hafi verið sleppt í gær, 20. ágúst, samkvæmt gögnum bandarísku fangelsismálastofnunarinnar.

Sjá einnig:

Bandaríkin á nálum – Örlög löggunnar sem myrti George Floyd liggja nú fyrir

Rétt eins og bæði Kueng og Thao sagði Lane fyrir rétti að hann hefði einungis verið að fylgja fyrirmælum Chauvin. Chauvin var sá lögreglumaður sem kæfði Floyd til dauða með því að setja hnéð á hálsinn á honum.

Afplánaði tvo dóma samtímis

Seinna játaði Lane að hafa tekið þátt í manndrápi af gáleysi og hlaut hann þá þriggja ára dóm. Hins vegar fékk Lane að afplána dómana tvo samtímis og lauk fyrri fangelsisvistun fyrr á þessu ári. Lane afplánaði dómana í Englewood alríkisfangelsinu í bænum Littleton í Colorado fylki, nálægt borginni Denver.

Þó að Lane sé laus úr fangelsi þá þarf hann að tilkynna sig reglulega til fangelsisyfirvalda næsta árið, eða til 20. ágúst árið 2025. En afplánunarreglur í Minnesota gera ráð fyrir að fangar afpláni tvo þriðju dóma sinna innan veggja fangelsis og einn þriðja heima hjá sér undir eftirlit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“