fbpx
Sunnudagur 06.október 2024
Fréttir

Sótt að Patrik eftir meintan nauðgunarbrandara á FM957 – „Ummælin dæma sig sjálf, þau eru ógeðsleg“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 2. ágúst 2024 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töluverð ólga er á samfélagsmiðlum vegna innslags úr útvarpsþættinum Veislan á FM 957 í gær. Tónlistarmaðurinn Patrik Snær Atlason, sem ber listamannsnafnið Prettyboitjokko, er einn umsjónarmanna þáttarins en hinir eru Gústi B og Siggi Bond.

Einhvern tíma í þættinum fá hlustendur að greiða atkvæði um besta þjóðhátíðarlagið og fyrir valinu verður lag með Ingó Veðurguð, „Takk fyrir mig“. Þáttarstjórnendurnir spyrja hlustanda hvort hann sé á leiðinni til Eyja á Þjóðhátíð. Patrik spyr þá hlustandann: „Mætir þú með botnlaust tjald með þér?“

Samkvæmt gömlum umræðum á netinu þýðir að það að taka með sér botnlaust tjald, að varpa tjaldi yfir áfengisdauða manneskju og brjóta gegn henni. Kona sem birti hljóðbrotið úr þættinum á Facebook í gær segir að þýðingin á spurningunni „Ætlarðu að mæta með botnlaust tjaldi í dalinn?“ sé: „Ætlarðu að nauðga einhverjum á þjóðhátíð?“

Spurningin um „botnlaust tjald“ kemur upp í umræðum á bland.is árið 2013 og útskýringin er eftirfarandi: “… nú ef manneskjan liggur áfengisdauð einhversstaðar, er bara hægt að vippa yfir hana botnlausu tjaldi og athafna sig í friði.. úff“

Yfirmaður útvarpsstöðva Sýnar er Þórdís Valsdóttir. Málið er nýkomið inn á borð til hennar og að sögn Þórdísar hafa borist skilaboð til fyrirtækisins vegna þess.

„Ég er í sumarfríi en fylgist vel með netfanginu okkar. Okkur hafa borist skilaboð í gegnum samfélagsmiðla og við munum svara þeim.“

Þórdís staðfestir að Patrik starfi sem verktaki hjá fyrirtækinu við að stýra Veislunni á FM957 einu sinni í viku. „Ef ég tala fyrir mitt leyti þá er aldrei í lagi að tala um kynferðisofbeldi á léttum nótum. Ég þyrfti bara að fá að skoða þetta, ég er í sumarfríi með þrjú börn og tvo ketti og hef aðeins verið í öðru, en að sjálfsöðgu mun ég skoða málið.“

Þórdís hafði ekki heyrt klippuna úr þættinum þegar DV ræddi við hana en eftir að hafa hlustað á hana sagði hún: „Ég vil að það komi mjög skýrt fram að ummælin dæma sig sjálf, þau eru ógeðsleg. Ég hef ekki náð í Patrik Atlason enn en mun eiga alvarlegt samtal við hann og óska eftir útskýringum á þessu. Kynferðisofbeldi er hræðilegt samfélagsmein sem á aldrei að tala um á léttum nótum, hvort sem það er í hugsunarleysi eða ekki.“

DV hefur ekki náð sambandi við Patrik við vinnslu fréttarinnar. Ekki liggur ljóst fyrir hvað hann átti við með spurningu sinni til hlustandans en ekki er vitað um aðra merkingu hugtaksins „botnlaust tjald“ en þá sem hér hefur verið nefnd.

play-sharp-fill

Veislan FM957

 

Fréttinni hefur verið breytt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Engin miskunn gegn eftirlýstri móður – Verður framseld og þarf að sitja í fangelsi

Engin miskunn gegn eftirlýstri móður – Verður framseld og þarf að sitja í fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki
Hide picture