fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fréttir

Guðrúnu var brugðið þegar hún heimsótti Litla-Hraun 

Ritstjórn DV
Mánudaginn 12. ágúst 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra viðurkennir að henni hafi verið brugðið þegar hún heimsótti Litla-Hraun skömmu eftir að hún tók við ráðaherrastöðunni á síðasta ári.

Guðrún hefur heimsótt öll fangelsi landsins að Kvíabryggju undanskilinni og ræddi hún stöðu mála í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Töluvert hefur verið rætt og ritað um stöðu fangelsismála og ekki síst öryggi fangavarða eftir að fangi réðst á þrjá fangaverði á dögunum með þeim afleiðingum að þeir þurftu að leita aðhlynningar á spítala.

Heiðar Smith, formaður félags fangavarða, sagði í Bítinu í síðustu viku að sá hópur sem afplánar sé orðinn erfiðari og algengara sé að andlega veikt fólk afpláni dóma. Kvaðst hann vonast til þess að árásin á dögunum verði til þess að brugðist verður við.

Guðrún sagði í Bítinu að hún hefði haft áhyggjur af starfsumhverfi fangavarða og erfiðu ástandi innan fangelsa landsins. Þá hefði hún haft áhyggjur af þeirri aðstöðu sem föngum, fangavörðum og aðstandendum fanga er boðið upp á, sérstaklega á Litla-Hrauni.

„Mér var mjög brugðið að koma á Litla-Hraun,“ sagði Guðrún í viðtalinu og benti á að aðalbyggingin hefði verið byggð árið 1929. „Hún var ekki byggð sem fangelsi heldur sem sjúkrahús fyrir Sunnlendinga en aldrei tekin í notkun sem slík.“

Síðan þá hefur verið byggt ítrekað við aðalbygginguna og er starfsemin nú í alls um níu húsum.

„Húsakosturinn er má segja nær allur óviðunandi og lélegur og þess vegna ákvað ég á mínum fyrstu vikum í embætti að hefja tafarlaust uppbyggingu á nýju fangelsi,“ sagði Guðrún og bætti við að eins og staðan er í dag sé erfitt að tryggja öryggi fanga og starfsmanna, þar á meðal fangavarða. Guðrún kveðst binda vonir við að nýtt fangelsi verði byggt hratt upp nú þegar þarfagreiningu er lokið og komin drög að teikningum.

Guðrún tók undir orð Heiðars Smith þess efnis að staða margra fanga sé þyngri en hún hefur oft verið. Aðspurð hvort til greina kæmi að fangaverðir fengju rafbyssur eins og lögreglan sagði Guðrún að engin ákvörðun hefði verið tekin um slíkt. „Það er bara eitthvað sem verður skoðað í framhaldinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli
Fréttir
Í gær

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við
Fréttir
Í gær

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“
Fréttir
Í gær

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi