fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Fréttir

Sögðu leigjandann hafa skilið íbúðina eftir þakta myglu en þurfa að endurgreiða trygginguna

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. júlí 2024 09:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærunefnd húsamála hefur kveðið upp úrskurð sinn í máli manns sem krafðist þess að tveir einstaklingar sem eiga íbúð sem maðurinn leigði myndu endurgreiða honum tryggingarfé sem hann hafði lagt fram. Leigusalarnir höfðu haldið fénu eftir á þeim grundvelli að leigjandinn bæri ábyrgð á því að mygla væri mikil víða í íbúðinni sem og frekari skemmdir. Nefndin tók undir með leigjandanum og kvað upp þann úrskurð að leigusölunum bæri að endurgreiða honum trygginguna

Leigjandinn leigði íbúðina frá 1. júlí á síðasta ári fram til 1. nóvember sama ár.

Hann tjáði nefndinni að hann hefði þó ekki flutt í íbúðina fyrr en 7. ágúst 2023. Í byrjun október sama ár hafi hann fengið upplýsingar frá umboðsmanni leigusalanna um að mikil mygla væri í íbúðinni eftir að hann hefði verið að sýna hana mögulegum kaupendum. Frá þeim tíma hafi ágreiningur verið til staðar um hver beri ábyrgð á myglunni en leigjanndinn sagði glugga íbúðarinnar hafa verið ónýta. Mikið vatn hafi lekið inn og mikill raki hafi verið í íbúðinni frá upphafi. Við skoðun íbúðarinnar í júní hafi rakablettur verið við útvegg í svefnherbergi sem leigusalarnir hafi sagst ætla að láta skoða. Gluggar hafi verið ónýtir sem hafi bersýnilega komið í ljós þegar það hafi rignt. Þá virðist mikill raki hafa verið í útveggjum að sögn leigjandans.

Ekkert að sjá

Leigusalarnir höfðu hins vegar allt aðra sögu að segja.  Þeir sögðu enga myglubletti eða raka hafa verið til staðar þegar fyrrum leigjendur hafi flutt úr íbúðinni eftir þriggja ára leigu. Eftir ástandsskoðun í október 2023 hafi þó komið í ljós svört mygla um alla veggi í svefnherbergi, á gluggatjöldum og rakablettir á gólfi meðfram veggjum. Af þessum orsökum hafi því ekki orðið af kaupsamningi við aðila sem gert höfðu kauptilboð í íbúðina.

Vildu leigusalarnir meina að sérfræðingar sem hafi skoðað íbúðina hafi talið að mikill lofthiti sem og óhóflega hátt rakastig í svefnherbergi hafi skapað kjöraðstæður fyrir myglu og rakamyndun frá gluggum. Þar sem gluggar hafi ekki verið nægilega mikið opnir á þeim tíma sem leigjandinn hafi leigt íbúðina hafi vantað loftræstingu til að hleypa út hita og raka. Eftir áskorun þess efnis hafi leigjandinn séð til þess að mest af myglunni hafi verið hreinsað af veggjum svefnherbergisins en skemmdir hafi enn verið miklar á gólfdúk og eftir að leigjandinn hafi flutt út hafi skemmdir á öðrum herbergjum komið í ljós.

Engin svör

Leigusalarnir segjast hafa áskilið sér þann rétt að halda tryggingarfénu eftir áður en leigjandinn flutti út og eftir það tilkynnt umboðsmanni hans að tryggingarféð yrði ekki endurgreitt. Með tölvupósti sama dag hafi umboðsmaðurinn sagst ætla að hafa samband við lögfræðinga sem myndu senda dómkvaddan matsmann til að taka íbúðina út yrði tryggingarféð ekki endurgreitt. Ekkert hafi hins vegar heyrst frá lögfræðingi eða matsmanni. Leigusalarnir hafi útskýrt með tölvupósti hvers vegna tryggingarféð yrði ekki endurgreitt. Leigjandinn hafi ekki tilkynnt með formlegum hætti hvort hann hafnaði eða féllist á kröfuna og því yrði því að líta svo á að hann hafi samþykkt hana. Leigjandinn hafi enda vanrækt skyldur sínar samkvæmt húsaleigulögum um að fara vel með hið leigða.

Leigjandinn vildi hins vegar meina að leigusalarnir hafi ekki gert skriflega kröfu í tryggingarféð eins og þeim bæri samkvæmt húsaleigulögum og þeir hafi heldur ekki vísað málinu til Kærunefndar húsamála eða dómstóla eins og leigusölum bæri að gera ef uppi væri ágreiningur um bótaskyldu leigjenda.

Í niðurstöðu nefndarinnar er tekið undir með leigjandanum. Legið hafi fyrir, í ljósi áðurnefndra tölvupóstsamskipta, að hann hefði hafnað þeirri ákvörðun leigusalanna að halda eftir tryggingunni. Þar sem ágreiningur hafi verið til staðar hafi leigusalarnir átt að vísa málinu til nefndarinnar eða dómstóla. Þar sem það hafi ekki verið gert beri þeim að endurgreiða leigjandanum trygginguna, alls 400.000 krónur, auk vaxta og dráttarvaxta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jökull á heimleið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Joe Biden greindur með COVID-19

Joe Biden greindur með COVID-19
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ólafur og börnin stefna á karatemót í Rúanda – ,,Hafði ekki brjóst í mér að segja þeim að við ættum alls ekki efni á því“

Ólafur og börnin stefna á karatemót í Rúanda – ,,Hafði ekki brjóst í mér að segja þeim að við ættum alls ekki efni á því“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hröð útbreiðsla Covid veldur Landspítalanum vandræðum

Hröð útbreiðsla Covid veldur Landspítalanum vandræðum