fbpx
Fimmtudagur 12.september 2024
Fréttir

Réttarhöld yfir Mohamad Kourani – Reyndi að svipta mann lífi í OK Market – „Ég gerði ekki neitt“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. júlí 2024 09:58

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalmeðferð í máli Sýrlendingsins Mohamad Kourani hófst í Héraðsdómi Reykjaness kl. 9 í morgun. Kourani er ákærður fyrir stórhættulega árás á tvo menn með hnífi í versluninni OK Market í Valshverfinu þann 7. mars síðastliðinn. Í ákæru segir að hann hafi reynt að svipta annan manninn lífi með því að leggja ítrekað til hans með hnífi og stungið hann í andlitið með þeim afleiðingum að brotaþolinn hlaut línulegan áverka framarlega hægra megin á tungu og 3 cm skurð undir neðri vör.

Hann er síðan ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás er hann stakk annan mann, sem þarna var nærstaddur og reyndi að varna því að Mohamad stingi hinn manninn, í hægri upphandlegg, og hlaut brotaþolinn 3 cm langan skurð ofarlega við öxl.

Sérstakar varúðarráðstafanir og viðbúnaður lögreglu eru viðhöfð við réttarhöldin núna vegna tryllingslegrar framkomu Kourani við þingsetningu málsins í lok maí. Hann hótaði dómara, brotaþolum, saksóknara og jafnvel sínum eigin lögmanni lífláti. Gekk svo illa að ljúka við dómsathöfnina vegna óláta mannsins að dómstjóri missti þolinmæðina og þrumaði yfir honum að halda kjafti.

Kourani er með langan feril afbrota hér á landi. Sem fyrr segir er hann frá Sýrlandi og nýtur alþjóðlegrar verndar hér á landi. Hann er fæddur árið 1993. Samkvæmt heimildum DV er hann talinn stríða við geðræn vandamál en vera þó sakhæfur. Hann er með lögheimili í Reykjanesbæ en dvelst núna í varðhaldi í Fangelsinu á Hólmsheiði.

Hann hlaut fyrir skömmu 14 mánaða fangelsi fyrir árás á starfsmann Frumherja sem meinaði honum um stimpil fyrir ökuréttindum þar sem hann hafði ekki tekið ökupróf. Mohamad hefur einnig meðal annars verið sakfelldur fyrir sprengjuhótun.

Sjá einnig: Kourani hótaði blaðamanni DV

Skömmu eftir árásina í OK Market steig Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari fram og lýsti áralöngum lífslátshótunum og áreiti Mohamads við sig og fjölskyldu sína. Helgi lýsti þar þeirri skoðun sinni að vísa ætti manninum úr landi. „Það skiptir greinilega minna máli öryggi okkar sem vinnum í kerfinu fyrir almenning og öryggi fjölskyldna okkar, þar með talið lögreglumanna sem hafa haft af honum afskipti. Heldur skiptir meira máli að veita slíkum manni uppihald og framfærslu úr sameiginlegum sjóðum,“ skrifaði hann á Facebook-síðu sína í marsmánuði.

Kourani var sakfelldur fyrir líkamsárás á skrifstofu í Reykjavík og fyrir húsbrot sumarið 2020. Að auki hefur hann verið  sakfelldur fyrir að hafa valdið eignaspjöllum í Drápuhlíð í Reykjavík með því að sparka í hurð á húsnæði þar svo rúða brotnaði sem og fjölmörg sóttvarnabrot og fyrir að falsa ökuskírteini. Einnig var hann sakfelldur fyrir að hafa hrækt á lögreglumenn á lögreglustöðinni við Hringbraut í Reykjanesbæ og fyrir brot á vopnalögum með því að hafa haft í fórum sínum útdraganlega kylfu sem ekki var ætluð til íþróttaiðkunar.

Kourani hefur einnig verið sakfelldur fyrir sprengjugabb en hann sendi árið 2022 tölvupóst á embætti Lögreglustjórans á Suðurnejsum og sagði að sprengja væri í húsinu og þyrfti að rýma það.

Mynd: DV/KSJ

Kom brosandi inn í dómsalinn

Þrátt fyrir ófriðlega framkomu Kourani áður hófst þinghaldið í morgun friðsamlega. Kourani gekk brosandi inn í dómsalinn og heilsaði réttargæslumanni þolenda hans, Ómari R. Valdimarssyni. „Hæ, Ómar,“ sagði hann. Hann bað um að vera losaður úr handjárnum en ákveðið var að hann yrði í járnum til að byrja með. Brást Kourani ekki illa við því og brosti.

Kourani var síðan látinn setjast í vitnastúkuna og var hann þar í handjárnum. Túlkur hans sat við hliðina á honum.

Í fyrsta lið ákærunnar var Kourani sakaður um að hafa hrækt á fangavörð á Litla-Hrauni. Kourani sagði atvikin vera um hundrað og það væri ekki hægt að spyrja um eitt atvik. „Þessa leysist ekki í svona umræðu,“ sagði Kourani.

„Þeir voru að reyna að drepa mig,“ sagði Kourani síðan er atvikið var útskýrt betur fyrir honum. Kom fram að verið var að reyna að flytja hann í klefa er þetta átti sér stað. Verið var að loka klefahurðinni er hann hrækti á handlegg fangavarðar. „Hvað heitir þessi helvítis manneskja?“ spurði þá Kourani og var honum sagt nafn fangavarðarins. Kannaðist hann ekki við þetta.

Kourani var spurður út í frekari ofbeldisatvik á Litla-Hrauni. Hann var ákærður fyrir að hafa skvett ótilgreindum vökva í andlit fangavarðar. „Ég hef alltaf verið góður maður,“ svaraði Kourani. „Áður en ég fór að ganga inn í íslenska dómsali var ég góður maður.“

Kourani var síðan spurður út í manndrápstilraun í OK Market er hann réðst að tveimur mönnum með hnífi og stakk annan þeirra í andlitið. „Er til myndband af þessu?“ spurði Kourani. Var því svarað játandi. Sagðist hann aðspurður ekki muna eftir atvikinu.

Sérkennileg svör

Fór nú Kourani að svara sérkennilega um þetta atvik og hækka róminn. Sagðist hann vilja tala um fleiri mál en saksóknari sagði að aðeins þetta mál væri til umræðu. „Ég gerði ekki neitt,“ sagði Kourani. Hann sagðist ekki hafa verið í versluninni á þessum tíma, er hann hafði verið margspurður að því. „Þú mátt ekki spyrja manneskju áður en þú spyrð hvað önnur manneskja hefur gert mér,“ svaraði Kourani dómara er hann áréttaði spurningu saksóknara um hvort Kourani hafi verið staddur í OK Market á þessum tíma.

Aðspurður sagðist hann ekki þekkja manninn sem hann á að hafa stungið. „Þú ert ekki að tala um lögmál, þú ert bara að tala um eitthvað sem þú vilt,“ sagði Kourani við saksóknarann. Gaf hann fleiri sérkennileg svör í þessum dúr.

Dómari benti Kourani á að hann væri borinn mjög alvarlegum sökum og núna væri tækifæri fyrir hann til að skýra sitt mál. Kourani viðhélt þeim málflutningi að dómari og saksóknari þyrftu að fjalla um fleiri mál honum viðkomandi.

Saksóknari sneri sér að fjórða ákærulið sem varðar sérstaklega hættulega líkamsárás í OK Market, þar sem hann hafði ráðist að öðrum manni með hnífi og stungið hann í hægri upphandlegg. Var hann spurður hvort hann kannaðist við þetta atvik. Sagðist Kourani ekki muna eftir þessu. Hann sagði síðan að saksóknari mætti spyrja Frakkland eða Bretland um það.

Illa gekk að fá Kourani til að tjá sig um ákæruliði og svör hans voru sérkennileg og jafnvel út í hött.

Mynd: DV/KSJ

Myndband frá árásinni

Spiluð var í dómsalnum upptaka frá árásinni í OK Market. Myndbandið sýnir Kourani greinilega á vettvangi. Var hann spurður hvort hann þekkti sjálfan sig á myndbandinu og neitaði hann því. „Þetta er ekki ég,“ sagði hann síðan eftir að hafa skoðað myndbandið betur.

„Ég er ekki ógnandi maður, ég er venjulegur maður, ef þið ætlið að halda mér lengur í fangelsi þá verður það vandamál,“ sagði Kourani.

Hann kvartaði undan lyfjagjöf í fangelsinu og sagði: „Í síðustu viku voruð þið að sprauta í mig lyfi til að drepa mig.“

Kourani svaraði því ítrekað að hann væri ekki á myndbandinu sem sýnir hann greinilega ganga inn í OK Market og ráðast á mennina með hnífi.

Svör Kourani gerðust sífellt óljósari og sagði hann ótilgreint fólk hafa brotið gegn sér, m.a. stela af sér. Ekki lá fyrir hvort hann ætti þar við mennina í OK Market sem hann er ákærður fyrir að hafa ráðist á með hnífi.

Rifjaður var upp framburður Kourani í lögregluyfirheyrslu þar sem hann taldi að hann hefði verið fótósjoppaður inn á myndbandið. Hann var spurður út í þetta og sagðist hann standa við þann framburð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Stefán segir sárt að horfa upp á þetta: „Flestir leiðsögumennirnir eru útlenskir krakkar“

Stefán segir sárt að horfa upp á þetta: „Flestir leiðsögumennirnir eru útlenskir krakkar“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Viðskiptaráð vill veðmálin heim og segir til mikils að vinna fyrir ríkissjóð

Viðskiptaráð vill veðmálin heim og segir til mikils að vinna fyrir ríkissjóð
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hilmar B. Jóns­son mat­reiðslu­meistari látinn

Hilmar B. Jóns­son mat­reiðslu­meistari látinn
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ekkert bólar enn á ástsælli veggmynd – „Í svona sögufrægum húsum vill maður bara vanda sig og gera hlutina vel“

Ekkert bólar enn á ástsælli veggmynd – „Í svona sögufrægum húsum vill maður bara vanda sig og gera hlutina vel“
Fréttir
Í gær

Elliði segir of dýrt að lifa á Íslandi: „Staðan er óviðunandi – Það er kominn tími á aðgerðir“

Elliði segir of dýrt að lifa á Íslandi: „Staðan er óviðunandi – Það er kominn tími á aðgerðir“
Fréttir
Í gær

Alvarleg vanskil aukist verulega – Vekur athygli í ljósi þess sem Ásgeir sagði

Alvarleg vanskil aukist verulega – Vekur athygli í ljósi þess sem Ásgeir sagði