fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Nýnasistar á Norðurlöndum laða að meðlimi í bardagaklúbba – „White Boy Summer Fest“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 26. júlí 2024 21:30

Tónlist með svörtum tónlistarmönnum er bönnuð á markaðinum. Mynd/Youtbue

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýnasistasamtök á Norðurlöndum nota bardagaíþróttir til þess að laða að nýja meðlimi. Í Finnlandi dreifðust meðlimir Norðurvígis í önnur samtök eftir lögbann.

Samtök eins og Norðurvígi reyna einkum að laða að reiða unga menn. Menn sem hafa áhuga á valdbeitingu og átökum. Í frétt finnska ríkisútvarpsins YLE segir að fjölmargir bardagaklúbbar hafi sprottið upp sem ýti undir öfgahægrisinnaða hugmyndafræði. Finnska leyniþjónustan, Supo, fylgist grannt með þróuninni.

Einn slíkur klúbbur nefnist Active Club Finland. Í sumar var haldnar sumarbúðir í bænum Ruovesi á vegum klúbbsins sem titlaðar voru White Boy Summer Fest. Voru þar samankomnir nýnasistar til þess að æfa fangbrögð og tilbiðja húðlit sinn.

Aðrir klúbbar sem ýta undir nýnasisma eru til að mynda Tulenvaki og Veren Laki. Að sögn Supo skipuleggja þessir klúbbar ýmis konar samkomur, tónlistarhátíðir og bardagaíþróttakeppnir. Oft er það sama fólk sem tengist inn í marga klúbba. Er því um eins konar net að ræða.

Meðlimir Norðurvígis í öðrum klúbbum

Þekktustu nýnasistasamtökin á Norðurlöndum eru Norðurvígi, sem bandarísk stjórnvöld skilgreindu nýverið sem hryðjuverkasamtök. Samtök sem stofnuð voru í Svíþjóð en hafa deildir á öllum Norðurlöndum, meðal annars á Íslandi.

Í Finnlandi var starfsemi Norðurvígis bönnuð árið 2019. En það var eftir að meðlimur samtakanna hafði stungið tólf ára barn af erlendum uppruna með hnífi í verslunarmiðstöð.

Engu að síður eru allir fyrrverandi meðlimir Norðurvígis í Finnlandi áfram starfandi í áðurnefndu neti af klúbbum og halda áfram að upphefja öfgahægri hugmyndafræði opinberlega. Að sögn Niko Pyrhönen, sérfræðingi í öfgahægri pópúlisma, er það auðveldara fyrir nýnasista að starfa í laustengdu neti smærri klúbba en í einum stórum.

„Það er líka erfiðara fyrir stjórnvöld að grípa í taumana þegar um er að ræða marga hópa,“ sagði Pyrhönen við YLE.

Lúmskari en áður

Markmið klúbbs eins og Active Club er að dreifa hvítri þjóðerniskennd á duldari hátt en áður. Leið sem hefur verið titluð Þjóðernishyggja 3.0 og þekkist víða annars staðar.

Active Club er nú með starfsstöðvar á sex stöðum í Finnlandi, þar á meðal tveimur af stærstu borgunum, Turku og Tampere.

Út á við virðist áhersla klúbbsins vera á iðkun sjálfsvarnaríþrótta, sjálfsbætingu og heilbrigðan lífsstíl. Þetta séu gildi sem margir aðrir en nýnasistar geti tekið undir. Áróðurinn fyrir hvítum yfirburðum og kynþáttahatri er því lúmskari en áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð