fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fréttir

Bjórinn í Reykjavík dýrastur í Evrópu – Fjórði dýrasti í heiminum samkvæmt bjórkorti

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 25. júlí 2024 20:00

Djammið í Reykjavík rífur gat á budduna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvergi í gjörvallri Evrópu er bjórinn dýrari á bar en í Reykjavík.  Aðeins í hinum ríku Persaflóaborgum er bjórinn dýrari.

Hálfpottur (pint) af bjór kostar í Reykjavík að meðaltali 1.477 krónur á veitingastað eða bar. Þetta kemur fram í greiningu á vefsíðunni Finder. En þar er hægt að finna bjórverðið í höfuðborgum flestra landa heimsins.

Meðalverð á hálfpotti á bjór í heiminum er 488 krónur. Það er innan við þriðjungur af því sem bjór kostar í Reykjavík. Hafa ber í huga að skemmtistaðir og veitingastaðir í Reykjavík eru víða hættir að selja hálfpotta og selja í staðinn bjór í 400 millilítra eða jafn vel smærri glösum.

Reykjavík yfirtók Osló

Eina Evrópuborgin sem kemst nálægt Reykjavík er Osló, höfuðborg Noregs. Þar kostar hálfpotturinn 1.434 krónur. Fyrir tveimur árum síðan var bjórinn dýrastur í Osló.

Í Kaupmannahöfn kostar hann 1.090 krónur, í Stokkhólmi 978, í Helsinki 1.236, í London 1.202, í París 1.158, í Berlín 688, í Róm 757 og í Madríd 565 krónur svo að nokkur dæmi séu nefnd.

Ódýrasta bjórinn í Evrópu má finna í Minsk í Hvíta Rússlandi, 237 krónur, en almennt er bjórinn mun ódýrari í austurhluta álfunnar en í vesturhlutanum. Í hinni þekktu bjórborg Prag í Tékklandi kostar einn kaldur á krana 326 krónur.

Dýrastur í Dóha

Þegar litið er yfir allan heiminn má sjá að dýrasti bjórinn finnst í hinum ríku olíuborgum við Persaflóa. Í efsta sætinu er Dóha í Katar þar sem bjórinn kostar 1.780 krónur. Þar á efir koma Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum 1.680 og Manama í Barein 1.575 krónur.

Sé fólk á höttunum eftir ódýrasta bjórnum verður að fara langt frá Íslandi. Alla leið til Maseru, höfuðborgar Lesótó í suðurhluta Afríku þar sem hann kostar aðeins 112 krónur. Svipað verð er að finna í Lilongwe í Malaví og Lusaka í Sambíu.

Í Washington kostar bjórinn 1.286 krónur, í Brasilíuborg 315, Í Tókíó 509, í Peking 260 og í Canberra í Ástralíu 987 krónur.

Ýmsir þættir hafa áhrif á verðlag bjórs. Meðal annars mismunandi skattheimta, verðbólga og almennt verðlag, húsnæðis og leiguverð, launakostnaður og fleira.

Á þessu korti er hægt að sjá bjórverðið í höfuðborgum heimsins. Verðin eru reiknuð í breskum pundum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Haraldur fengið nóg: „Það er ansi dapurleg og stórhættuleg þróun“

Haraldur fengið nóg: „Það er ansi dapurleg og stórhættuleg þróun“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Barn með mislinga á Landspítalanum

Barn með mislinga á Landspítalanum
Fréttir
Í gær

Smiður með varanlega örorku eftir að hafa starfað í myglu á Sólheimum og fær rúmlega 38 milljónir í bætur

Smiður með varanlega örorku eftir að hafa starfað í myglu á Sólheimum og fær rúmlega 38 milljónir í bætur
Fréttir
Í gær

Birting dýraníðsdómsins þótti of þungbær fyrir bóndann

Birting dýraníðsdómsins þótti of þungbær fyrir bóndann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Freyr stjórnarformaður og Ólafur Karl forstjóri KAPP

Freyr stjórnarformaður og Ólafur Karl forstjóri KAPP
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Söfnunarsíða fyrir Kjartan opnuð – „Góðu fréttirnar eru að hann er á lífi“

Söfnunarsíða fyrir Kjartan opnuð – „Góðu fréttirnar eru að hann er á lífi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innrás á heimili á Norðurlandi vestra – Bað manninn ítrekað um að fara

Innrás á heimili á Norðurlandi vestra – Bað manninn ítrekað um að fara