fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Leitað að hinni fágætu Mirabel með geltandi dróna – Hugsanlegt að henni hafi verið stolið

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 23. júlí 2024 20:00

Mirabel var af tegundinni Samoyed sem er fágæt á Íslandi. Myndir/aðsendar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ræktendur níu vikna Samoyed tíkarhvolps hafa fínkembt svæðið þar sem hún týndist á föstudag nálægt Egilsstöðum. Björgunarsveitir hafa tekið þátt í leitinni. Fólk er beðið að láta vita af Samoyed hvolpum, sem eru afar sjaldgæfir hér á Íslandi, því ræktendurnir hafa nákvæma tölu á þeim.

Þrjár tíkur týndust á föstudag af bænum Refsstöðum í Fellum í Fljótsdal, um 12 kílómetrum frá Egilsstöðum, Fellabæjarmeginn. Þetta var hin níu vikna Samoyed hvolpatík Mirabel, móðir hennar og annar Labrador tíkarhvolpur.

„Klukkan hálf átta um morguninn tek ég eftir því að þær voru ekki heima. Við vorum að græja okkur til að fara á ættarmót,“ segir ræktandinn Agnes Klara Ben Jónsdóttir. „Klukkan tíu fórum við um og kölluðum og þá komu hinar tvær en ekki litli hvolpurinn.“

Geltandi dróni og hitamyndavél

Síðan þá hefur verið leitað og leitað en ekki fundist tangur né tetur af Mirabel. Fyrst kom mágur eiginmanns Agnesar frá björgunarsveitinni á Neskaupstað með dróna og leitaði um helgina á meðan batteríið leyfði.

Núna er björgunarsveitin á Eskifirði að leita með dróna sem geltir. Einnig hafa verið notaðar hitamyndavélar til að fínkemba svæðið.

Dæmi um hvolpaþjófnað á Íslandi

Að sögn Agnesar er ekki hægt að verjast þeirri hugsun að Mirabel hafi verið stolið. En hvolpar eins og hún kosta 500 þúsund krónur.

„Það er alltaf einhver umferð sem kemur hingað upp eftir þó við séum í botngötusveit. Maður veit aldrei. Mestu líkurnar eru að hún sé einhvers staðar hérna á landinu,“ segir Agnes.

Því miður séu dæmi um hvolpaþjófnað á Íslandi. Veit Agnes til þess að hvolpi hafi verið stolið úr goti hérlendis og hann síðan fundist þremur árum seinna.

Biður fólk að láta vita

Biður Agnes því fólk um að láta þau vita ef Samoyed hvolpur sést á ferð. Þá sé hægt að útiloka þá því aðeins einn annar ræktandi sé á Íslandi og hvolparnir úr því goti séu ekki komnir á heimili.

„Það eru aðeins níu hvolpar búnir að fæðast á þessu ári. Það eru fjórir farnir á heimili en þessi var aðeins lengur hjá okkur af því að fólkið sem átti að taka hana átti bókaða ferð erlendis. Þau eru í molum eins og við,“ segir Agnes. En Mirabel átti að fara til þeirra núna í lok mánaðar.

„Við vitum nákvæmlega hversu margir hvolpar eru í umferð af þessari tegund. Ef einhver birtist með hvolp getum við séð hvort um er að ræða fólk með hvolp frá okkur eða ekki,“ segir hún.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Árni var ranglega sakaður um svívirðilegan glæp – „Hrein samviska var áttavitinn minn“

Árni var ranglega sakaður um svívirðilegan glæp – „Hrein samviska var áttavitinn minn“
Fréttir
Í gær

Dagur sendir Sjálfstæðisflokknum eitraða pillu: „Línan fengin frá Mogganum og kampavínshlaðvörpum af hægri kantinum“

Dagur sendir Sjálfstæðisflokknum eitraða pillu: „Línan fengin frá Mogganum og kampavínshlaðvörpum af hægri kantinum“
Fréttir
Í gær

Réðst á lögreglumann á Þorláksmessu

Réðst á lögreglumann á Þorláksmessu
Fréttir
Í gær

Stóð í skilum með leigu og afhenti herbergið hreint – leigusalinn neitaði samt að endurgreiða tryggingarféð

Stóð í skilum með leigu og afhenti herbergið hreint – leigusalinn neitaði samt að endurgreiða tryggingarféð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neysluvatnið rennur í gegnum gamlar asbestlagnir

Neysluvatnið rennur í gegnum gamlar asbestlagnir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúnar fagnar tímamótum í janúar

Rúnar fagnar tímamótum í janúar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungir Miðflokksmenn hæðast að SUS fyrir að saga bíl í sundur – „Flott myndband, það er bara eitt vandamál“

Ungir Miðflokksmenn hæðast að SUS fyrir að saga bíl í sundur – „Flott myndband, það er bara eitt vandamál“