fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fréttir

Wild Thang er ljótasti hundur heims – Tennurnar uxu ekki og tungan lafir út

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 21. júlí 2024 16:30

Eftir fjórar misheppnaðar tilraunir varð Wild Thang loksins ljótasti hundur í heimi. Mynd/World Ugliest dog

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wild Thang, átta ára Peking hundur, hefur verið valinn ljótasti hundur í heimi. Vegna sjúkdóms uxu ekki tennur í hann og því lafir tungan út.

Breska sjónvarpsstöðin Skyn News greinir frá þessu.

Eigendur Wild Thang hafa sent hann í keppnina Ljótasti hundur í heimi fimm sinnum en þetta er í fyrsta skiptið sem hann vinnur. Hann hafði hafnað í öðru sæti þrisvar sinnum áður. Keppnin var haldin í Kaliforníu í lok júní.

Ástæðan fyrir því að Wild Thang er eins og hann er er að hann fékk vírussýkingu þegar hann var hvolpur.

„Hann lifði af en fékk varanlegan skaða,“ segir á vefsíðu sem segir frá ævi hundsins ófríða. „Tennurnar í honum uxu ekki sem veldur því að tungan á honum lafir út. Hægri framfóturinn á honum danglar líka.“

Ekki verið að gera grín

Þrátt fyrir þetta er Wild Thang heilbrigður og hamingjusamur að öðru leyti að sögn eigandans, Ann Lewis frá Coos Bay í Oregon fylki. Lewis fékk 5 þúsund dollara í verðlaunafé í keppninni. En það samsvarar tæplega 700 þúsund íslenskum krónum.

Keppnin Ljótasti hundur heims er ekki ný af nálinni. Hún hefur verið haldin í næstum því hálfa öld. Eins og forsvarsmenn keppninnar segja er tilgangurinn að upphefja þá ófullkomleika sem gera alla hunda sérstaka og einstaka. Ekki sé verið að gera grín að ljótum hundum heldur að hafa gaman með þessum frábæru persónuleikum og sýna heiminum að þeir eru í raun og veru afar fallegir.

Sigurvegarinn í fyrra í hjólastól

Ýmis konar hundar hafa unnið keppnina í gegnum árin, en fyrsta keppnin var haldin árið 1976. Sigurvegarinn í fyrra, sjö ára Chinese crested, var með öfugar afturlappir og þurfti að ganga um í hjólastól. Honum hafði verið bjargað úr hundahjálparstofnun í Tucson í Arizona.

Chinese crested hefur verið sigursæl tegund á undanförnum árum. Mynd/Getty

Annar Chinese crested hundur frá Arizona vann keppnina árið áður. Hárlaus rakki að nafni Mr. Happy Face sem hafði verið bjargað úr heimili manneskju með söfnunaráráttu.

Í ár hlaut Wild Thang stífa samkeppni frá pug hundinum Rome og björgunarhundinum Daisy Mae, sem bæði eru orðin 14 ára gömul.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt
Fréttir
Í gær

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki
Fréttir
Í gær

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl
Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn