fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Köngulóartegund nefnd eftir frú Vigdísi – „Deilir glæsileika og kænsku forsetans“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 18. júlí 2024 17:00

Nöfnurnar Vigdís Finnbogadóttir og Vigdisia presidens.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýfundin köngulóartegund, sem lifir á afrísku eyjunni Madagaskar, hefur verið nefnd í höfuðið á frú Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Íslendingur var á meðal þeirra sem rannsökuðu köngulónna.

Tegundin fékk hið latneska heiti Vigdisia presidens, sem vísar bæði í nafn Vigdísar og forsetahlutverkið.

Ný ættkvísl og tegund

Rannsóknin birtist í tímaritinu New Zealand Journal of Zoology á sunnudag, 14. júlí. Á meðal höfunda er Ingi Agnarsson, prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands.

Að sögn Inga er um að ræða mjög spennandi nýja ættkvísl og tegund af könguló. Ástæðan fyrir því að hún var nefnd eftir frú Vigdísi er að vísindamennirnir telja hana deila glæsileika og kænsku hennar.

Ingi vann rannsóknina með vísindamönnunum Matjaz Gregorz, Kuang Ping Yu, Jeremia Ravelojaona og Matjaz Kuntner sem starfa við háskóla í Slóveníu, Kína og á Madagaskar.

Termítarnir eru étnir. Mynd/New Zealand Journal of Zoology

Í greininni segir að stærstur hluti lífmassa skordýra í hitabeltinu séu maurar og termítar. Vegna fjöldans ættu þeir að vera góð uppspretta fyrir rándýr eins og köngulær en ástæðan fyrir að svo sé ekki er að þeir hafa ýmsar varnir.

Óvenjulegt þriggja tegunda samspil

Það sem er óvenjulegt í þessu tilviki er að hin nýja köngulóartegund lifir í þriggja tegunda sambandi með maurategund og termíta. Það er termítinn er bráðin, köngulóin er rándýrið og maurinn er sníkjudýrið í þessum óvenjulega ástarþríhyrning.

„Vettvangsrannsókn okkar sýnir að köngulærnar geta fundið sködduð termítabú úr nokkurri fjarlægð, eyðileggja þau og éta íbúana. Svo mæta maurarnir á svæðið til þess að stela frá köngulónum,“ segir í greininni. „Bæði köngulóin og maurinn virðast hafa þann eiginleika að geta greint hegðun Nasutermite termítanna til þess að veiða þá.“

Verðskuldi frekari rannsóknir

Bent er á að uppgötvunin á samspili þessara þriggja tegunda verðskuldi frekari rannsóknir, það er til að skilja betur hvernig þessar tegundir hagnýta merki frá fjölbreyttum liðdýrum.

„Við búumst við því að nýjar uppgötvanir bíði í hvert skipti sem við opnum termítabú,“ segir í niðurstöðunum. Búist er við því að fjöldi nýrra tegunda geti fundist sem nýti sér veikleika og leggist á termíta.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt
Fréttir
Í gær

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Í gær

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“