fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “

Ritstjórn DV
Laugardaginn 13. júlí 2024 13:51

Páll Magnússon Mynd: Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyjar, segir það siðferðislega óásættanlegt að tjóni sem varð á vatnsleiðslu til bæjarins, verði varpað á íbúa. Þetta kemur fram í færslu bæjarfulltrúans á Facebook en þar vakti hann athygli á einróma afstöðu bæjarstjórnar þar sem samþykkt var með níu samhljóða atkvæðum í vikunni að höfða mál gegn útgerð Vinnslustöðvarinnar vegna málsins og krefjast fulltra bóta.

Tjónið átti sér stað í nóvember síðastliðnum þegar akkeri Hug­ins VE, skipi Vinnslustöðvarinnar, fest­ist í vatnslögninni og olli stórtjóni. Vestmannaeyjarbær og HS Veitur hafa farið fram á fullar bætur frá útgerðarfyrirtækinu upp á 1,5 milljarð króna en því hafa forsvarsmenn útgerðarinnar og tryggingarfélag hafnað og viljað ná samkomulagi um að takmarka bæturnar við 360 milljónir króna samkvæmt heimildarákvæði í siglingalögum.

Páll, eins og aðrir bæjarfulltrúar, eru ósáttir við þessa afstöðu fyrirtækisins og hvetur hann forsvarsmenn þess til þess að sýna samfélagslega ábyrgð.

„Þrátt fyrir umrætt heimildarákvæði er ekkert sem bannar Vinnslustöðinni að bæta að fullu það tjón sem fyrirtækið hefur valdið bæjarbúum. Það væri viðskiptaleg ákvörðun sem félaginu er fyllilega heimilt að taka. Tjónið er gríðarlegt og nemur a.m.k. 300 þúsund krónum á hvern bæjarbúa. Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum með hækkun skatta og gjalda á meðan tjónvaldurinn sjálfur, Vinnslustöðin, sé eini málsaðilinn sem komi skaðlaus frá því tjóni sem hún olli,“ skrifar Páll.

Segir hann ennfremur að Vinnslustöðin hafi hafnað óskum Vestmannaeyjarbæjar um viðræður vegna málsins og því telur bæjarstjórn óumflýjanlegt að sækja bætur fyrir dómstólum og gæta þannig hagsmuna bæjarbúa.

Færsla Páls í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill