fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Halldór og Vísir sýknaðir af kæru Arnars Þórs

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 11. júní 2024 12:12

Arnar Þór Jónsson Mynd: KSJ/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Siðanefnd Blaðamannafélagsins hefur sýknað Halldór Baldursson teiknara og Vísi af kæru Arnars Þórs Jónssonar lögmanns og fyrrum forsetaframbjóðanda.

Þann 18. maí kærði Arnar Þór Halldór og Vísi til Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands vegna myndar Halldórs sem birtist þann dag á Vísi. 

Sjá einnig: Arnar Þór kærir myndbirtingu Vísis – „Gróf aðför að mannorði mínu“

Á myndinni má sjá sjö frambjóðendur til embættis forseta Íslands, Arnar Þór, Ásdísi Rán Gunnarsdóttur, Höllu Tómasdóttur, Jón Gnarr, Katrínu Jakobsdóttur, Baldur Þórhallsson og Höllu Hrund Logadóttur. Á myndinni spyr Halla hin: „Eru einhverjir fleiri en ég með á tilfinningunni að allir séu að tala illa um sig?“ Arnar Þór er þar teiknaður í nasistabúningi. 

Í kærunni segir að slík framsetning sé „hvorki málefnaleg né fyndin, heldur meiðandi og ómálefnaleg.“ Ekkert sem hann hafi sagt eða skrifað gefi „Halldóri né Vísi lögmætt tilefni til að setja persónu [sína] í það samhengi sem þarna getur að líta.“ Sagði Arnar Þór myndina grófa aðför að mannorði sínu. 

Í úrskurði siðanefndar BÍ segir að skopmyndin feli í sér tjáningu kærða Halldórs Baldurssonar og sem fyrr segir setja siðareglurnar ekki hömlur á tjáningarfrelsi blaðamanna, þótt kærði kunni að bera ábyrgð á gagnvart kæranda eftir almennum réttarreglum. „Valdsvið nefndarinnar takmarkast við að ákveða hvort brotið hafi verið gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands. Siðanefndin getur ekki fallist á það með kæranda að myndin brjóti gegn 1., 2. og 6. gr. siðareglnanna, og þá er ekki unnt að heimfæra myndina undir brot gegn öðrum greinum reglnanna. Telji kærandi að tjáning kærða hafi vegið að æru hans eða mannorði með almennum hætti, heyrir slíkur ágreiningur undir dómstóla og lýtur settum lögum, en ekki siðareglum og Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands.“

Einn nefndarmanna taldi kæruna ekki tæka til efnismeðferðar með vísan til nefndra frávísunarúrskurða í tíð eldri siðareglna. Í ljósi þess að meirihluti nefndarinnar taldi málið tækt til meðferðar lýstihann sig sammála niðurstöðunni í efnisþætti málsins.

Úrskurðarorð: Kærðu, Halldór Baldursson og Vísir.is, teljast ekki hafa brotið gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með birtingu skopmyndar þann 18. maí sl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast