fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fréttir

Hunter Biden fyrir rétti – Á allt að 25 ára fangelsi yfir höfði sér

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. júní 2024 18:30

Hunter Biden. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur verið vitað árum saman að Hunter Biden, sonur Joe Biden Bandaríkjaforseta, hefur árum saman glímt við fíkniefnavanda. Þessa dagana standa réttarhöld yfir í máli ákæruvaldsins gegn honum fyrir að hafa logið til um fíkniefnaneyslu sína þegar hann keypti sér skotvopn fyrir sex árum.

Hann er ákærður fyrir að hafa til um fíkniefnaneyslu sína þegar hann keypti sér skotvopn í vopnaverslun í Wilmington í Delaware 2018. Ef hann verður fundinn sekur um það, á hann allt að 25 ára fangelsi yfir höfði sér.

Kathleen Buhle, fyrrum eiginkona hans, bar vitni í síðustu viku og skóf hún ekki utan af hlutunum þegar kom að fíkniefna- og áfengisneyslu Hunter.

Jótlandspósturinn segir að hún hafi greinilega verið í miklu uppnámi þar sem hún sat í vitnastúkunni. Hún skýrði frá því að hún hefði fundið krakkpípu Hunter í fyrsta sinn í öskubakka á heimili þeirra.

Hunter var rekinn úr flotanum 2014 eftir að hafa verið undir áhrifum kókaíns. Kathleen hafði því grun um að hann notaði eiturlyf áður en hún fann pípuna. „Ég var auðvitað hrædd og áhyggjufull,“ sagði hún og lýsti því hvernig hún hafði alltaf leitað að fíkniefnum í bíl þeirra hjóna áður en börnin þeirra fengu að fara í hann.

Verjandi Hunter spurði hana hvort hún hefði sjálf séð hann neyta fíkniefna en það hafði hún ekki. Þegar verjandinn spurði hana hvernig hún vissi þá að hann notaði fíkniefni sagði hún að hann hefði sjálfur sagt henni það.

Verjandinn sagði að Hunter hafi ekki talið sig vera fíkniefnaneytanda þegar hann keypti skammbyssuna og því hafi hann ekki logið þegar hann setti nei við spurninguna um hvort hann væri fíkniefnaneytandi.

Það er svo annað mál hvort kviðdómurinn kaupi þessa skýringu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ökuníðingur ákærður eftir stórháskalegan akstur í Reykjanesbæ

Ökuníðingur ákærður eftir stórháskalegan akstur í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Góð stjórnun lykilforsenda þess að framkvæmdir heppnist vel

Góð stjórnun lykilforsenda þess að framkvæmdir heppnist vel
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Einar telur niðurrif Morgunblaðshússins til marks um sóun – „Það er verið að rífa steinsteypt hús nokkuð víða í bænum“

Einar telur niðurrif Morgunblaðshússins til marks um sóun – „Það er verið að rífa steinsteypt hús nokkuð víða í bænum“
Fréttir
Í gær

Syni Söru var hótað lífláti á skólalóðinni – „Aðdragandinn að þessu er langur og alvarlegur“

Syni Söru var hótað lífláti á skólalóðinni – „Aðdragandinn að þessu er langur og alvarlegur“
Fréttir
Í gær

Menntasjóður námsmanna glatað hátt í milljarði vegna gjaldþrota lántaka

Menntasjóður námsmanna glatað hátt í milljarði vegna gjaldþrota lántaka
Fréttir
Í gær

Kolbrún biður fólk um að vera vakandi fyrir svikum – „Helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri“

Kolbrún biður fólk um að vera vakandi fyrir svikum – „Helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri“