fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Enok ákærður fyrir grófar líkamsárásir

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. maí 2024 17:17

Enok Vatnar Jónsson. Skjáskot-Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enok Vatnar Jónsson hefur verið ákærður fyrir tvær grófar líkamsárásir. Frá þessu greinir Vísir.is.

Enok er sjómaður og athafnamaður en hann er þekktur sem unnusti og barnsfaðir Birgittu Lífar Björnsdóttur, áhrifavalds og markaðsstjóra World Class.

Vísir greinir frá því að aðalmeðferð í málinu gegn Enok Vatnar og öðrum ónafngreindum manni hafi farið fram í gær við Héraðsdóm Reykjavíkur. Meint brot var framið sumarið 2022. Eru mennirnir ákærðir fyrir að hafa veist að manni fyrir utan veitingastað við Laugaveg. Þeir hafi kýlt hann ítrekað í andlit, höfuð og líkama, og sparkað ítrekað í hann. Enok er síðan sagður hafa fleygt manninum niður tröppur, ennfremur hafi hann ásamt hinum manninum sparkað í manninn þar sem hann lá og traðkað á höfði hans.

Hin ákæran gegn Enok varðar  líkamsárás sumarið 2021 á skemmtistað við Austurstræti í Reykjavík. Er hann sakaður um að hafa slegið mann fjórum höggum í andlit. Hafi maðurinn hlotið af árásinni augntóttargólfsbrot auk verulegrar bólgu yfir hægra auga og höfuðverk.

Enok er krafinn um samtals tvær milljónir í miskabætur vegna þessara tveggja mála auk þess sem héraðssaksóknari hefur krafist þess að hann verði dæmdur til refsingar og greiðslu málskostnaðar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin