fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fréttir

Umboðsmaður barna segir ákvæði í útlendingafrumvarpinu ekki samræmast Barnasáttmálanum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. maí 2024 10:30

Myndin er samsett. Mynd af Salvöru Nordal: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Salvör Nordal umboðsmaður barna hefur sent frá sér umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um útlendinga sem nú er til meðferðar á Alþingi. Umsögnin varðar ákvæði frumvarpsins um fjölskyldusameiningu en Salvör segir þau ekki samræmast Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lögfestur hefur verið hér á landi.

Salvör vísar í umsögninni til ákvæða frumvarpsins um að aðstandendur útlendinga sem fengið hafi viðbótarvernd eða mannúðarleyfi á Íslandi öðlist ekki rétt til fjölskyldusameiningar fyrr en að minnsta kosti tveimur árum eftir veitingu viðbótarverndar eða mannúðarleyfis enda hafi sá aðili þá fengið sitt dvalarleyfi endurnýjað.

Salvör minnir á að samkvæmt Barnasáttmálanum sem lögfestur hafi verið á Íslandi 2013 beri að afgreiða beiðni barns eða foreldris þess um að koma til eða fara frá aðildarríki vegna endurfunda fjölskyldu með jákvæðu hugarfari, mannúðlega og með skjótum hætti. Hún segir Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna leggja áherslu á að umsóknir um fjölskyldusameiningu séu afgreiddar á slíkan hátt og að sérstaklega skuli stuðla að sameiningu barna og foreldra.

Því sé það hennar mat að þær breytingar sem lagðar séu til í frumvarpinu hafi þær afleiðingar að tefja fyrir fjölskyldusameiningu og samræmist því ekki ákvæðum Barnasáttmálans.

Salvör segist meðvituð um að munur sé á alþjóðlegri vernd og viðbótarvernd. Hið fyrrnefnda lúti að aðstæðum þeirra einstaklinga sem eigi í hlut en hið síðarnefnda að almennu ástandi í heimaríki viðkomandi. Ákvæði frumvarpsins um fjölskyldusameiningu hafi verið rökstudd með þeim því að viðbótarvernd  og mannúðarleyfi sé ætlað að mæta tímabundnum aðstæðum og því sé lagt til að slíkt veiti ekki rétt til fjölskyldusameiningar fyrr en eftir tvö ár.

Salvör segir að lokum í umsögn sinni að þessi rök breyti því ekki að réttur barna til fjölskyldusameiningar sé sá sami hvort sem dvalarleyfi byggi á alþjóðlegri vernd, viðbótarvernd eða vernd á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Það sé ekki í samræmi við 2. grein Barnasáttmálans að takmarka rétt tilgreindra hópa barna til fjölskyldusameiningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Látinn sjúklingur lá á sjúkrastofu á Landspítalanum í nokkra klukkutíma

Látinn sjúklingur lá á sjúkrastofu á Landspítalanum í nokkra klukkutíma
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kennaraverkfall kom afar illa við fatlaða stúlku – Stuðningsfulltrúa sem var ekki í verkfalli meinað að sinna henni

Kennaraverkfall kom afar illa við fatlaða stúlku – Stuðningsfulltrúa sem var ekki í verkfalli meinað að sinna henni
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn
Fréttir
Í gær

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“