fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Þjóðverjar ætla að efla hernaðarstuðninginn við Úkraínu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. maí 2024 06:30

Úkraínskir hermenn með úkraínska fánann. Mynd:Úkraínska leyniþjónustan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, heimsótti Úkraínu á þriðjudaginn og ræddi við þarlenda ráðamenn í Kiyv. Ferð hennar er nýjasta dæmið um stuðning Vesturlanda við Úkraínu. Ferðin kom á sama tíma og spurðist út að Þjóðverjar hyggist efla stuðning sinn við Úkraínu til mikilla muna.

Baerbock hvatti bandalagsríki Úkraínu til að senda fleiri loftvarnarkerfi til landsins þar sem Rússar láti flugskeytum og sprengjum rigna yfir landið þessar vikurnar.

Þjóðverjar hafa lagt drjúgt af mörkum í hernaðaraðstoð við Úkraínu, aðeins Bandaríkjamenn hafa verið rausnarlegri.

Reuters hafði eftir heimildarmanni innan þýska stjórnkerfisins að Þjóðverjar ætli að verja 3,8 milljörðum evra til viðbótar í hernaðarstuðning við Úkraínu á þessu ári. Áður höfðu þeir eyrnamerkt 7,1 milljarða evra til kaupa á vopnum og skotfærum á þessu ári. Bild skýrir frá þessu.

Fjármálaráðuneytið hefur nú þegar farið fram á að 15 milljörðum evra verði varið í hernaðaraðstoð við Úkraínu á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum