fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Steinunn Ólína: „Það fyndnasta og örvæntingarfyllsta sem fram hefur komið“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. maí 2024 11:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og forsetaframbjóðandi, gerir stuðningsyfirlýsingu Víðis Reynissonar, Kára Stefánssonar og Þórólfs Guðnasonar að umtalsefni á Facebook-síðu sinni.

Það vakti athygli margra í gær þegar þríeykið, sem var áberandi í fréttum í kringum kórónuveirufaraldurinn, birtist í myndbandi á stuðningsmannasíðu Katrínar á Facebook.

Þórólfur segir til dæmis að Katrín hafi leitt þjóðina í gegnum faraldurinn af stillingu og sameinað hana í baráttunni gegn veirunni. Kári og Víðir tóku í svipaðan streng.

Steinunn Ólína virðist ekki hafa miklar áhyggjur af stuðningsyfirlýsingum þremenninganna og er raunar frekar hlátur í huga.

„Þetta er það fyndnasta og örvæntingarfyllsta sem fram hefur komið. Þrír karlar úr Efri- deild kallaðir á dekk. ,,Veljið rétt annars fer illa!” ,,Treystið okkur til að vita betur!”

Það er ekkert að óttast, trúið mér. Við erum fullfær um að hugsa og taka sjálfstæðar ákvarðanir sjálf,“ segir hún og bætir við:

„Ég minni á lag þursaflokksins, Pínulítill karl, sem hefði nú bætt falska hljóðmynd þessara myndbanda til muna. Ef þið hlustið á lagið takið þá eftir hvernig okkar ástkæri stórsöngvari Egill Ólafsson hlær með sjálfum sér þegar hann syngur lagið. Það er óborganleg túlkun enda er Egill Ólafsson stórveldi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Uppsagnir á ritstjórn Morgunblaðsins

Uppsagnir á ritstjórn Morgunblaðsins
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar
Fréttir
Í gær

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld
Fréttir
Í gær

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum