fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Stafræn markaðssetning Pipars tilnefnd til níu verðlauna

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 9. apríl 2024 13:42

Haukur Jarl Kristjánsson og Hreggviður Magnússon hjá Pipar\ENGINE.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pipar\ENGINE hefur verið tilnefnt til níu verðlauna í sjö flokkum til hinna virtu stafrænu markaðsverðlauna European Search Awards (Evrópsku leitarverðlaunanna) og á jafnframt möguleika í tveimur öðrum flokkum þar sem sigurvegarinn er kynntur á verðlaunakvöldinu sjálfu. Tilnefningarnar eru á ýmsum sviðum sem sýnir hve sérfræðiþekking Pipar\ENGINE er fjölhæf og á breiðu sviði. 

Pipar\ENGINE hefur frá stofnun 2005 verið í fararbroddi í stafrænni markaðssetningu og býr yfir kraftmiklu teymi sérfræðinga með mikla þekkingu á fjölbreyttum sviðum markaðssetningar. Stofan vinnur náið með viðskiptavinum sínum við að hámarka árangur með notkun mismunandi stafrænna leiða eins og leitarvélaauglýsinga, samfélagsmiðla, SEO og PR sem hluta af stafrænni strategíu, eins og segir í tilkynningu. 

Hundruð auglýsingastofa frá um 40 löndum sendu inn efni

“Það felst gríðarlegur heiður í því að vera tilnefnd til European Search verðlaunanna, hvað þá að fá níu tilnefningar í fjölbreyttum flokkum,“ segir Hreggviður S Magnússon, framkvæmdastjóri. „Þetta eru stærstu og virtustu stafrænu verðlaunin í Evrópu en hundruð auglýsingastofa frá um 40 löndum senda inn sitt allra besta. Þessar tilnefningar sýna að okkar fólk er á meðal þeirra bestu í Evrópu”.

„Við erum himinlifandi með þessar tilnefningar. Þær endurspegla sköpunargáfu og frábæra vinnu okkar fólks,“ segir Haukur Jarl Kristjánsson, hjá Pipar\ENGINE. „Vegferð okkar hefur alltaf snúist um að setja mörkin hærra og skila verkefnum af okkur umfram væntingar. Þessar tilnefningar staðfesta að við erum á réttri braut og hvetja okkur til að ná enn meiri árangri fyrir viðskiptavini okkar í framtíðinni. “

Pipar\ENGINE er tilnefnt fyrir eftirfarandi:

  • Besta staðbundna herferðin (PPC): Pipar\Engine & Hagkaup
  • Besta PPC herferðin: Pipar\Engine og Sprell
  • Besta notkun á PR í leitarherferð: Pipar\Engine & Compliance & Risks
  • Besta notkun leitar – B2B (SEO): Pipar\Engine & Compliance & Risks
  • Besta notkun leitar – B2C (PPC): Pipar\Engine & Hertz á Íslandi
  • Besta notkun leitar – B2C (PPC): Pipar\Engine & Reykjavik Excursions by Icelandia
  • Besta notkun leitar – Smásala / netverslun (PPC): Pipar\Engine & Sprell
  • Besta notkun leitar – Ferðamennska (PPC): Pipar\Engine & Hertz á Íslandi
  • Besta notkun leitar – Ferðamennska (PPC): Pipar\Engine & Reykjavik Excursions by Icelandia

Jafnframt er stofan enn í baráttu í tveimur flokkum. Sigurvegarinn verður kynntur beint á sjálfri verðlaunahátíðinni 23.maí:

  • Besta notkun á gervigreind (AI) fyrir gögn: ODIN
  • Besta notkun samfélagsmiðla í leitarherferð: Sprell og Hvammsvík
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mölbrotnaði eftir að hafa hrasað um köttinn sem slapp ómeiddur

Mölbrotnaði eftir að hafa hrasað um köttinn sem slapp ómeiddur
Fréttir
Í gær

Segir Katrínu verða fyrir hatursfullum árásum – „Ein besta og heilsteyptasta manneskja sem ég hef kynnst“

Segir Katrínu verða fyrir hatursfullum árásum – „Ein besta og heilsteyptasta manneskja sem ég hef kynnst“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt