fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Úkraínumenn segjast fljótlega ráðast á brúna

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. apríl 2024 04:10

Öflug sprenging varð á Kerch-brúnni í fyrstu árás Úkraínumanna á hana. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leyniþjónusta úkraínska hersins, HUR, hefur í hyggju að ráðast á Kerch-brúna, sem tengir hin hertekna Krímskaga við rússneska meginlandið, fljótlega.

Þetta kemur fram í umfjöllun The Guardian sem byggir frétt sína á upplýsingum frá nokkrum heimildarmönnum innan HUR. Segja þeir að markmið leyniþjónustunnar sé að eyðileggja brúna og segja þeir „óhjákvæmilegt“ að hún verði eyðilögð.

Einn heimildarmannanna gekk enn lengra í lýsingu sinni og sagði: „við munum gera þetta á fyrri helmingi 2024“. Sami heimildarmaður sagði að Kyrylo Budanov, yfirmaður HUR, stýri aðgerðinni sem Volodymyr Zelenskyy, forseti, hafi samþykkt. Sagði heimildarmaðurinn að HUR ráði nú  yfir flestu því sem þurfi til að þetta heppnist.

En hvort sem ráðist verður á brúna eða ekki þá liggur fyrir að Úkraínumenn hafa áður ráðist á hana. Fyrsta árásin var gerð í október 2022 en þá virðist sem þeir hafi notað flutningabíl fullan af sprengiefni. Hann sprakk á brúnni og olli miklu tjóni en Rússum tókst að gera við hana.

Í fyrra létu þeir aftur til skara skríða og notuðu þá sjávardróna og aftur tókst þeim að valda miklu tjóni á brúni en aftur tókst að gera við hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar
Fréttir
Í gær

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði
Fréttir
Í gær

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu
Fréttir
Í gær

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram