fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Uppljóstrarinn dularfulli virðist hafa starfað fyrir Rússland – Veldur Repúblikönum vandræðum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. apríl 2024 04:10

Hunter Biden. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál Hunter Biden, sonar Joe Biden Bandaríkjaforseta, og meintra dularfullra viðskipta hans við úkraínska orkufyrirtækið Burisma er nú aftur komið í sviðsljósið eftir handtöku dularfulls uppljóstrarar, sem var talinn lykilvitni í málinu.

Uppljóstrarinn er sakaður um að hafa veitt rangar og upplognar upplýsingar um Hunter og Joe Biden í þessu snúna máli þar sem peningar koma mikið við sögu en það gera leyniþjónustuupplýsingar einnig sem og stjórnmál.

Alríkislögreglan FBI rannsakar málið og David Weiss, saksóknari, segir að hér sé augljóslega um hreint hneykslismál að ræða.

Málið hófst vorið 2023 þegar uppljóstrarinn gaf sig fram við FBI og sagði að Hunter og Joe Biden hefðu hvor um sig fenið 5.000 dollara fyrir að gæta hagsmuna Burisma í Bandaríkjunum. Sagði hann að greiðsla hafi verið í þakklætisskyni við að Joe Biden hafi á varaforsetatíð sinni séð til þess að fallið var frá spillingarákærum á hendur fyrirtækinu í Úkraínu.

En nú er komið fram að uppljóstrarinn skáldaði þetta allt saman og þar með virðist málið hafa tekið nýja stefnu.

Jótlandspósturinn segir að uppljóstrarinn heiti Alexander Smirnov og sé 43 ára. Að sögn margra fjölmiðla þá er hann í sjálfu sér ákveðinn ráðgáta. Hann hefur gert sitt besta til að leyna andliti sínu fyrir ljósmyndurum en teiknari náði að teikna mynd af honum þegar hann var færður fyrir dómara í Los Angeles.

Í ákærunni á hendur honum kemur fram að hann hafi starfað sem uppljóstrari fyrir FBI og hafi oft veitt upplýsingar varðandi ýmis mál. En það kemur einnig fram að hann hafi veitt rangar upplýsingar í máli Biden-feðganna og það hafi hann gert eftir að hafa fundað með útsendurum rússneskrar leyniþjónustu.

Óþægilegt fyrir Repúblikana

Málið er óþægilegt fyrir Repúblikana sem hafa á undanförnum mánuðum notað upplýsingar frá Smirnov við rannsókn þingnefndar á Joe Biden. Hafa þeir sagt upplýsingarnar frá Smirnov vera bestu sönnunina fyrir að Joe Biden hafi á ólögmætan hátt reynt að aðstoða son sinn fjárhagslega.

Kevin McCarthy, fyrrum leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, sagði meðal annars að Smirnov væri „traustur uppljóstrari FBI“. En nú er staða málsins allt önnur.

Smirnov er nú tengdur við hugsanlegar tilraunir Rússar til að blanda sér í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember næstkomandi.

Abbe Lowell, lögmaður Hunter Biden, sagði í febrúar við CNN að Repúblikanar ættu að skammast sín: „Mánuðum saman höfum við varað við því að Repúblikanar byggi samsæriskenningar sínar um Hutner og fjölskyldu hans á lygum frá fólki sem hefur pólitísk markmið, ekki staðreyndum.“

En Repúblikanar munu ekki biðjast afsökunar. Nýlega sagði James Comer, Repúblikani og formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar, að upplýsingarnar frá Smirnov séu ekki einu upplýsingarnar sem hafa komið fram um Biden-fjölskylduna. Rannsóknin byggist á miklu magni upplýsinga og sannana, þar á meðal bankayfirlitum og framburði vitna sem sýni að Joe Biden hafi vitað um viðskipti fjölskyldu sinnar og hafi tekið þátt í þeim.

The Guardian skýrði nýlega frá því að áður en Smirnov byrjaði að ljúga að FBI 2020 hafi hann fengið 600.000 dollara greiðslu frá bandarísku fyrirtæki sem tengist Donald Trump, fyrrum forseta. Upplýsingar af þessu tagi eru hrein veisla fyrir Demókrata sem nýta þær til að véfengja ásakanir Repúblikana um viðskiptatengsl Hunter Biden við Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar
Fréttir
Í gær

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði
Fréttir
Í gær

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu
Fréttir
Í gær

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram