fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. apríl 2024 08:42

Mynd-mjodd.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk sem hyggur á ferðalög ætti að fara yfir bólusetningar sínar og barna sinna hvort sem farið er á framandi slóðir eða stefnt á stutta ferð til nágrannalandanna. Mikilvægt er að kanna hvort bæta þurfi við bólusetningum með góðum fyrirvara áður en flogið er af landi brott.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

„Hingað til hefur fólk aðallega skoðað bólusetningar fyrir ferðalög á fjarlægar slóðir, til Asíu, Afríku eða Suður-Ameríku til dæmis,“ segir Nanna Sigríður Kristinsdóttir, fagstjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í tilkynningunni.

„Það hafa komið upp alvarlegir faraldrar í Evrópu og Bandaríkjunum undanfarið sem kalla á að við endurskoðum þá nálgun og tryggjum að við séum nægilega vel bólusett þó við ætlum ekki í langferð.“

Hægt er að fá ráðleggingar um bólusetningar fyrir ferðalög í netspjalli Heilsuveru. Fylla þarf inn upplýsingar um fyrirhugað ferðalag og fær viðkomandi sendar upplýsingar um ráðlagðar bólusetningar. Fólk sem býr á höfuðborgarsvæðinu og skráð er á heilsugæslustöðvar sem ekki tilheyra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þarf að heyra í sinni stöð til að fá ráðleggingar um bólusetningar.

Meðal þess sem yfirfara þarf fyrir ferðalög til Evrópu er hvort nauðsynlegt sé að fá örvunarskammt af bóluefni við sjúkdómum sem börn eru bólusett fyrir, til dæmis barnaveiki, kíghósta, stífkrampa og mænusótt ásamt því hvort bólusetja þurfi við lifrarbólgu A og B.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla
Fréttir
Í gær

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum
Fréttir
Í gær

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“