fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. apríl 2024 15:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kíghósti hefur greinst hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu. Sumir þeirra hafa verið með einkenni frá því í mars en aðrir skemur. Ljóst er að sýkingin hefur náð útbreiðslu, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Í henni segir að kíghósti sé öndunarfærasýking sem er algengust hjá börnum, einkum á fyrstu mánuðum ævinnar. Hjá unglingum og fullorðnum birtist sjúkdómurinn sem langvarandi og þrálátur hósti.

Einstaklingar með kíghósta þurfa að draga eins og kostur er úr umgengni við ungbörn í um tvær vikur ef innan við 10 ár eru frá því viðkomandi var bólusettur eða lengur ef lengra er frá bólusetningu. Mikilvægt er að þau sem smitast haldi sig heima á meðan veikindin ganga yfir.

Sýklalyf gagnast sjaldan til að draga úr veikindum vegna kíghósta en er beitt í einstaka tilfellum, til að mynda ef sýkingin veldur bráðri lungnabólgu.

Bólusetningar mikilvægar

Bólusetning móður á meðgöngu dregur úr hættu á að börn undir 6 mánaða aldri veikist alvarlega og bólusetning samkvæmt áætlun fyrir ungbörn viðheldur svo vörninni næstu 6 mánuði eftir það. Endurtekin bólusetning er nauðsynleg til að viðhalda markvissu viðnámi gegn kíghósta, jafnvel hjá þeim sem hafa fengið kíghósta.

Mælt er með bólusetningu á 10 ára fresti eftir almennar barnabólusetningar, þegar tilefni gefst. Starfsfólk heilbrigðisstofnana sem sinnir börnum og aðrir sem umgangast börn undir 1 árs á næstu mánuðum ættu að sækjast eftir bólusetningu ef 10 ár eða fleiri eru liðin frá síðasta skammti.

Bólusetning á meðgöngu miðast að því að vernda barnið og því er mælt með henni á hverri meðgöngu til að verja hvert barn fyrir sig. Þær bólusetningar verja einnig móðurina við kíghósta eftir meðgöngu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands
Fréttir
Í gær

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrjár níræðar nunnur lögðu á flótta frá hjúkrunarheimili – Það reyndist auðvelt að finna þær

Þrjár níræðar nunnur lögðu á flótta frá hjúkrunarheimili – Það reyndist auðvelt að finna þær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við höfum lagt áherslu á að Grindavík sé hluti af framtíðinni en ekki fortíðinni“

„Við höfum lagt áherslu á að Grindavík sé hluti af framtíðinni en ekki fortíðinni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu