fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Fór huldu höfði á Íslandi en eftirlýstur í Póllandi – Sagðist ekki geta farið í flugvél vegna höfuðhöggs

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 21:00

Handtökuskipun var gefin út í Póllandi í haust á hendur manninum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest úrskurð um að verða við handtökuskipun pólsks manns til Póllands. Maðurinn taldi sig hafa verið fyrir rangri sök og að hann væri svo heilsuveill að hann gæti ekki setið í flugvél.

Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá 8. apríl síðastliðnum um að staðfesta ákvörðun Ríkissaksóknara þann 19. febrúar um að verða við beiðni pólskra lögregluyfirvalda. Handtökuskipunin var gefin út þann 16. nóvember síðastliðinn. Er manninum gefin að sök fjölmörg þjófnaðarbrot og eignaspjöll í slagtogi við aðra menn.

Tvö lögreglumál á Íslandi

Byggði maðurinn varnir sínar meðal annars á því að í handtökuskipuninni var ekki tekið fram hvenær málsmeðferðin gegn honum færi fram eða hvar. Einnig að hann hefði verið hafður fyrir rangri sök í málinu og hann gæti ekki ferðast vegna heilsubrests, það er að hann hefði orðið fyrir höfuðhöggi og áverkarnir séu þess eðlis að hann geti ekki ferðast flugleiðis.

Í málsvörn sinni benti maðurinn einnig á að tvö önnur mál séu í gangi gegn honum hjá íslenskum lögregluyfirvöldum. Ljúka þurfi þeim málum áður en afhending geti farið fram.

Neitaði að samþykkja afhendingu

Maðurinn hafði verið dæmdur í 14 daga gæsluvarðhald í Póllandi í október síðastliðnum. Ríkissaksóknari fór yfir handtökuskipunina og taldi skilyrðum fyrir framfylgd hennar fullnægt. Var maðurinn því handtekinn hér á landi þann 11. febrúar og upplýstur um handtökuskipunina. Var hann yfirheyrður að viðstöddum túlki þann sama dag.

Mótmælti hann strax handtökuskipuninni, sagðist ekki kannast við þau brot sem honum eru gefin að sök og sagðist ekki hafa verið á þeim stað sem þau voru framin á þeim tíma sem þau voru framin. Neitaði hann að samþykkja afhendinguna.

Handtekinn í bíl

Þann 19. febrúar ákvarðaði Ríkissaksóknari að verða við afhendingunni þar sem form og efnisskilyrðum væri uppfyllt. Það er um form og innihald handtökuskipunarinnar, skilyrðum um lágmarsrefsiramma og skilyrði um tvöfalt refsinæmi.

Manninum var tilkynnt um ákvörðunina í fangelsinu á Hólmsheiði þann 25. mars að viðstöddum verjanda og túlki. Degi seinna kærði hann málið til héraðsdóms.

Í úrskurðinum segir að maðurinn hafi verið í farbanni vegna meðferðar málsins en ekki sinnt tilkynningarskyldu sinni. Hann hafi því verið eftirlýstur um tíma. Fór hann huldu höfði uns lögreglan stöðvaði akstur bíls hans þann 23. mars og var hann þá færður í fangelsi og settur í gæsluvarðhald.

Héraðsdómur eigi að kveða upp úrskurð 40 daga frá handtöku, það er 11. febrúar.

„Í ljósi þess að varnaraðili fór huldu höfði og sá  frestur sé  nú  þegar liðinn sé þess óskað að málið verði tekið fyrir af dóminum eins fljótt og verða megi,“ segir í úrskurðinum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa