fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fréttir

Gjaldeyrisskiptastöðvar geta loks tekið til starfa í Leifsstöð

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 16:55

Flugferð frá Íslandi til Póllands í desember leiddi til örstuttra kynna pólskrar konu og íslensks karlmanns en hann hefur æ síðan verið konunni afar hugleikinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu á vef Seðlabanka Íslands kemur fram að fjármálaeftirlit Seðlabankans hafi komist að þeirri niðurstöðu að Prosegur Change Iceland ehf. sé hæft til að fá skráningu sem veitandi gjaldeyrisskiptaþjónustu samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þetta þýðir að gjaldeyrisskiptastöðvar undir merkjum ChangeGroup hafa öðlast nauðsynleg starfsleyfi til að taka til starfa á Keflavíkurflugvelli tveimur og hálfum mánuði eftir að fyrirtækið tók við fjármálaþjónustu á flugvellinum, eftir að Isavia samdi við það í kjölfar útboðs á síðasta ári.

Eins og DV greindi nýlega frá var ChangeGroup stofnað í Bretlandi en er nú í eigu spænska fyrirtækisins Prosegur. ChangeGroup rekur meðal annars gjaldeyrisskiptastöðvar á flugvöllum víða um heim en einnig eru reknar gjaldeyrisskiptastöðvar undir merkjum móðurfélagsins og bera þá heitið Prosegur Change. Eins og fram kom í frétt DV lá fyrir þegar Isavia samdi við fyrirtækið um að veita fjármálaþjónustu á flugvellinum meðal annars með því að reka gjaldeyrisskiptastöðvar að það hefði ekki starfsleyfi til að starfrækja slíkar stöðvar hér á landi. Engin gjaldeyrisskiptastöð hefur því verið til staðar á Keflavíkurflugvelli síðan í byrjun febrúar, þegar ChangeGroup tók við allri fjármálaþjónustu á flugvellinum. Það var hins vegar einkum skýrt með því að opnun þeirra hefði tafist vegna framkvæmda.

Sjá einnig: Isavia samdi við fyrirtæki sem hefur ekki öll tilskilin leyfi

Farin var sú leið að stofna íslenskt dótturfélag, Prosegur Change Iceland ehf., og sótti það um starfsleyfi. Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur nú veitt leyfið og þar með er væntanlega ekkert því til fyrirstöðu, hvað varðar nauðsynleg leyfi, að gjaldeyrisskiptastöðvarnar geti tekið til starfa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Starfsmaður Útlendingastofnunar stærði sig af því að brjóta gegn þagnarskyldu – „Not all heroes wear capes“

Starfsmaður Útlendingastofnunar stærði sig af því að brjóta gegn þagnarskyldu – „Not all heroes wear capes“
Fréttir
Í gær

Stefnir í leiðindaveður á stórum hluta landsins á aðfangadagskvöld

Stefnir í leiðindaveður á stórum hluta landsins á aðfangadagskvöld
Fréttir
Í gær

„Þetta eru aðvörunarbjöllur sem ættu að klingja í eyrum okkar“

„Þetta eru aðvörunarbjöllur sem ættu að klingja í eyrum okkar“
Fréttir
Í gær

Tveir Íslendingar létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku og einn liggur lífshættulega slasaður á sjúkrahúsi

Tveir Íslendingar létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku og einn liggur lífshættulega slasaður á sjúkrahúsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bónus hefur styrkt góðgerðarmál um rúmlega 50 milljónir króna á síðustu fimm árum

Bónus hefur styrkt góðgerðarmál um rúmlega 50 milljónir króna á síðustu fimm árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregluaðgerð með aðstoð sérsveitar stendur yfir á Selfossi

Lögregluaðgerð með aðstoð sérsveitar stendur yfir á Selfossi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar í alvarlegu slysi í Suður-Afríku

Íslendingar í alvarlegu slysi í Suður-Afríku