fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fréttir

Gjaldeyrisskiptastöðvar geta loks tekið til starfa í Leifsstöð

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 16:55

Flugferð frá Íslandi til Póllands í desember leiddi til örstuttra kynna pólskrar konu og íslensks karlmanns en hann hefur æ síðan verið konunni afar hugleikinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu á vef Seðlabanka Íslands kemur fram að fjármálaeftirlit Seðlabankans hafi komist að þeirri niðurstöðu að Prosegur Change Iceland ehf. sé hæft til að fá skráningu sem veitandi gjaldeyrisskiptaþjónustu samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þetta þýðir að gjaldeyrisskiptastöðvar undir merkjum ChangeGroup hafa öðlast nauðsynleg starfsleyfi til að taka til starfa á Keflavíkurflugvelli tveimur og hálfum mánuði eftir að fyrirtækið tók við fjármálaþjónustu á flugvellinum, eftir að Isavia samdi við það í kjölfar útboðs á síðasta ári.

Eins og DV greindi nýlega frá var ChangeGroup stofnað í Bretlandi en er nú í eigu spænska fyrirtækisins Prosegur. ChangeGroup rekur meðal annars gjaldeyrisskiptastöðvar á flugvöllum víða um heim en einnig eru reknar gjaldeyrisskiptastöðvar undir merkjum móðurfélagsins og bera þá heitið Prosegur Change. Eins og fram kom í frétt DV lá fyrir þegar Isavia samdi við fyrirtækið um að veita fjármálaþjónustu á flugvellinum meðal annars með því að reka gjaldeyrisskiptastöðvar að það hefði ekki starfsleyfi til að starfrækja slíkar stöðvar hér á landi. Engin gjaldeyrisskiptastöð hefur því verið til staðar á Keflavíkurflugvelli síðan í byrjun febrúar, þegar ChangeGroup tók við allri fjármálaþjónustu á flugvellinum. Það var hins vegar einkum skýrt með því að opnun þeirra hefði tafist vegna framkvæmda.

Sjá einnig: Isavia samdi við fyrirtæki sem hefur ekki öll tilskilin leyfi

Farin var sú leið að stofna íslenskt dótturfélag, Prosegur Change Iceland ehf., og sótti það um starfsleyfi. Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur nú veitt leyfið og þar með er væntanlega ekkert því til fyrirstöðu, hvað varðar nauðsynleg leyfi, að gjaldeyrisskiptastöðvarnar geti tekið til starfa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fá ekki meiri bætur vegna Suðurlandsskjálftans

Fá ekki meiri bætur vegna Suðurlandsskjálftans
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Móðir dæmd fyrir vanrækslu – Tæplega 3 ára sonurinn hljóp um gistiheimilið með glerfót af vínglasi í munninum

Móðir dæmd fyrir vanrækslu – Tæplega 3 ára sonurinn hljóp um gistiheimilið með glerfót af vínglasi í munninum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Róbert: Reykjavík eina höfuðborg Norðurlanda með alla borgarfulltrúa í fullu starfi

Róbert: Reykjavík eina höfuðborg Norðurlanda með alla borgarfulltrúa í fullu starfi
Fréttir
Í gær

Stjórnarþingmaður segir símabann í skólum gagnslaust – Borgarfulltrúi ekki sammála – „Jákvæðara að unglingar fari í göngutúr til að vera í símanum“

Stjórnarþingmaður segir símabann í skólum gagnslaust – Borgarfulltrúi ekki sammála – „Jákvæðara að unglingar fari í göngutúr til að vera í símanum“
Fréttir
Í gær

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni
Fréttir
Í gær

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi
Fréttir
Í gær

Skoða ætti flugeldanotkun ofan í kjölinn æsingalaust – „Hátt í tugur hættulegra þungmálma sem eyðast ekki“

Skoða ætti flugeldanotkun ofan í kjölinn æsingalaust – „Hátt í tugur hættulegra þungmálma sem eyðast ekki“
Fréttir
Í gær

Óvíst hvort og hvenær hægt verður að sækja líkamsleifar Kjartans

Óvíst hvort og hvenær hægt verður að sækja líkamsleifar Kjartans