fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Segir hættulegt að kjósa bróður sinn sem forseta Bandaríkjanna

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. mars 2024 16:30

Rory og Robert Kennedy

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rory Kennedy, systir forsetaframbjóðandans Robert Kennedy Jr., segir það beinlínis hættulegt að kjósa bróður sinn sem er í framboði sem óháður frambjóðandi.

Ástæðan er sú að kannanir hafa sýnt að Robert, sem í sumum fylkjum fær upp undir 10 prósent atkvæða, tekur helst atkvæði frá Joe Biden, Bandaríkjaforseta, og eykur þar með líkurnar á sigri Donald Trump, fyrrverandi forseta.

Rory var í viðtali við CNN í morgun og sagði hún að kosningarnar sem framundan eru séu þær mikilvægustu í sögu Bandaríkjanna. Telur hún að gríðarlega mikilvægt sé að koma í veg fyrir að Donald Trump nái Hvíta húsinu að nýju og óttast það mjög að framboð bróður hennar skemmi fyrir því. Að þeim sökum getur hún ekki stutt framboð hans.

Robert Kennedy Jr. er afar umdeildur stjórnmálamaður en hann er sakaður um að dreifa falsupplýsingum um bóluefni og ýta undir skaðsamar samsæriskenningar um ýmis heilbrigðismál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill segir átökin í Sósíalistaflokknum minna á Netflix-þátt um skemmtiferðaskip þar sem klósettin virkuðu ekki

Egill segir átökin í Sósíalistaflokknum minna á Netflix-þátt um skemmtiferðaskip þar sem klósettin virkuðu ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lalli Johns bjargaði konum frá ofbeldi í undirheimum Reykjavíkur

Lalli Johns bjargaði konum frá ofbeldi í undirheimum Reykjavíkur