fbpx
Sunnudagur 08.september 2024
Fréttir

Innbrotsþjófar með Urriðaholtið í sigtinu – Verkfærum beitt á hurðarkarma

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 15. mars 2024 14:30

Íbúar lýsa óskemmtilegri aðkomu að geymslurýmum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í Urriðaholtshverfinu hafa verið að deila ljósmyndum og frásögnum af innbrotum og tilraunum til innbrota undanfarna daga. Virðist sem svo sem innbrotsþjófar séu með hverfið í sigtinu.

Einn íbúi við Hraungötu, vestarlega á holtinu, lýsti því á samfélagsmiðlum í gær að brotist hafi verið inni í útigeymslurnar á húsnæðinu. Einnig að reynt hafi verið að spenna upp hurðina að bílastæðakjallarnum. Það hafi hins vegar ekki tekist.

Annar íbúi við Keldugötu, einnig vestarlega á Urriðaholti, lýsir sams konar reynslu. Það er að reynt hafi verið að spenna upp hurð að hjólageymslunni en án árangurs.

Í athugasemd við þá færslu greinir annar íbúi við Hraungötuna að reynt hafi verið að brjótast inn í geymslu. Virðist sem svo að þessi innbrot og tilraun til innbrota hafi allt gerst á mjög svipuðum tíma.

Vara við innbrotafaraldri

Í janúar varaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við innbrotafaraldri í heimahúsum. Mælst var til þess að fólk safnaði upplýsingum um grunsamlegar mannaferðir. Svo sem að skrifa niður bílnúmer og lýsingar á fólki. Þá sagði lögreglan að myndefni úr öryggismyndavélum væri oft mjög hjálplegt.

Minnt var á að láta nágranna vita ef fólk fer úr bænum en ekki samfélagsmiðla. Innbrotsþjófar fylgdust vandlega með þeim.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt ofbeldismál – Hlekkjuðu barnunga syni við rúm

Óhugnanlegt ofbeldismál – Hlekkjuðu barnunga syni við rúm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strætó biður eigendur sína aftur um meiri pening

Strætó biður eigendur sína aftur um meiri pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaðir um að hafa sett á svið bílslys í Hafnarfirði – Stöðvaði bíl í 40 sekúndur og ók svo hægt út á gatnamótin

Sakaðir um að hafa sett á svið bílslys í Hafnarfirði – Stöðvaði bíl í 40 sekúndur og ók svo hægt út á gatnamótin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þetta er bara stórkostlegt gáleysi af fólkinu sem stýrir verkinu“

„Þetta er bara stórkostlegt gáleysi af fólkinu sem stýrir verkinu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Manndrápstilraun í Vesturbænum – Sagði parið hafa verið að atast í sér og særði manninn lífshættulega

Manndrápstilraun í Vesturbænum – Sagði parið hafa verið að atast í sér og særði manninn lífshættulega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fiskikóngurinn allt annað en sáttur við Reykjavíkurborg – „Valdníðsla og hroki“

Fiskikóngurinn allt annað en sáttur við Reykjavíkurborg – „Valdníðsla og hroki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hélstu að sumarið væri búið? 

Hélstu að sumarið væri búið? 
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Birgir Örn: „Miklu alvarlegra en mörg ungmenni gera sér grein fyrir“

Birgir Örn: „Miklu alvarlegra en mörg ungmenni gera sér grein fyrir“