fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Elliði handviss um hver verður næsti forseti – Von á tilkynningu fyrir páska?

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. mars 2024 13:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, er alveg viss um hver verður næsti forseti Íslands. Spennan fer vaxandi með hverjum deginum sem líður en gengið verður til kosninga þann 1. júní næstkomandi.

Elliði gerir yfirvofandi kosningar að umtalsefni á heimasíðu sinni hvar hann segist þess fullviss að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verði næsti forseti Íslands.

„Katrín Jakobsdóttir hefur verið með eyrað við jörðina. Hlustað, metið og pælt í því hvað hún eigi að gera varðandi forsetaframboð. Á seinustu dögum hefur hún verið að styrkjast í afstöðu sinni til forsetaframboðs og sannarlega stigið þannig fram,“ segir Elliði í færslunni.

Elliði segir að auðvitað sé það þannig að þegar maður hefur grun um eitthvað fari maður að lesa í aðstæður til að leita að því sem staðfestir grun manns.

Nefnir Elliði svo nokkur dæmi máli sínu til stuðnings og segir að í fyrsta lagi hafi hún verið mjög loðin í svörum um hugsanlegt framboð. Þá hafi hún við gerð kjarasamninga stigið inn með 80 milljarða frá ríkinu og gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir börn í grunnskólum. Segir Elliði að blaðamannafundur um samninganna hafi verið eins og afmælisveislan hennar.

Í þriðja lagi nefnir hann óvænta mynd sem Katrín birti í gær af eiginmanni sínum sem hingað til hefur haldið sig fjarri sviðsljósinu. Hann hafi nú verið kynntur til leiks. „Það gerði Katrín í hugnæmri afmæliskveðju til hans. Eitthvað sem ég hef ekki séð áður frá henni.“

Í síðasta lagi nefnir hann að þegar tækifæri gefst til minni hún á hið þjóðlega og hin gömlu góðu gildi. „Setti til dæmis plokkfisk, rúgbrauð, kjötsúpu, fisk og sitthvað fl. á vikumatseðilinn sinn í viðtali við moggann fyrir skömmu,“ segir Elliði og deilir umræddum draumavikumatseðli Katrínar.

Elliði sér næstu vikur fyrir sér svona:

„Á næstu dögum, (þegar ró er komin á í kringum kjaramál, lausnir fundnar á húsnæðismálum Grindvíkinga, festa aukin í málefnum hælisleitenda og fl.) verður unnin skoðunarkönnun á stöðu Katrínar. Hún kemur til með að mælast vel, enda greind og góð manneskja. Fyrir páska gefur hún út að hún sækist eftir embætti forseta Íslands. Stórlaxarnir sem hafa verið að máta sig draga sig í hlé. 1. júní n.k. verður Katrín Jakobsdóttir kjörinn forseti Íslands.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns