fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fréttir

Brennisteinssýruhrottinn dæmdur

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. febrúar 2024 13:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem ákærður var fyrir hrottalegt ofbeldi og hótanir gegn tveimur konum og þar að auki umferðarlagabrot hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur. Meðal annars greip hann um handleggi annarrar þeirra klæddur vettlingum sem útataðir voru í brennisteinssýru.

Eins og DV hefur áður greint frá var maðurinn ákærður í desember síðastliðnum en dómur féll nú í lok janúar. Maðurinn yfirgaf landið áður en tókst að birta honum ákæruna en hann er pólskur og talið er að hann dvelji nú þar í landi.

Sjá einnig: Ákærður fyrir hrottalegt ofbeldi gegn tveimur konum – Brennd með brennisteinssýrusmituðum hönskum

Í lok árs 2021 veittist hann að annarri konunni, reif í hár hennar, dró hana niður steyptar tröppur, sparkaði í hana, sló hana nokkrum sinnum og tók hana hálstaki. Konan hlaut marbletti víða um líkamann og var bólgin og aum í nefbeini og kjálka. Maðurinn hótaði því einnig að raka hárið af konunni.

Í apríl 2022 réðst maðurinn á þessa sömu konu. Hann reif í bol hennar með þeim afleiðingum að hún skall með höfuðið í glugga, greip í báða framhandleggi hennar og klóraði þann hægri með nögl sinni. Við þetta hlaut konan kúlu og mar á enni og skrámu á hægri framhandleggnum.

Við þetta sama tækifæri réðst maðurinn á hina konuna. Hann greip um handleggi hennar klæddur „brennisteinssýrusmituðum vettlingum“ eins og það er orðað í dómnum. Konan hlaut af þessum orsökum fyrsta og annars stigs brunasár á báðum handleggjum.

Um leið og hann réðst á báðar konurnar hótaði hann þeim lífláti og taldi niður sekúndurnar þar til þær myndu deyja. Lét hann ekki neitt verða úr þeim hótunum en hverju sem því líður óttuðust konurnar um líf sitt.

Báðar nákomnar manninum

Það kemur ekki nákvæmlega fram í dómnum hvernig konurnar tengjast manninum en fram kemur að þær hafi verið honum nákomnar og að atlagan gegn þeim báðum í apríl 2022 hafi átt sér stað á heimili annarrar þeirra þar sem maðurinn hafi dvalið.

Loks ók maðurinn án ökuréttinda í maí 2022 eftir Sæbraut í Reykjavík og endurtók það brot í júní 2022 á Smiðjuvegi í Kópavogi. Maðurinn gerði þetta í þriðja sinn tæpri viku eftir annað brotið, á Hamrabrekku í Kópavogi.

Eins og áður segir tókst ekki að birta manninum ákæruna og hann lét ekki sjá sig við meðferð málsins. Hann hafði áður verið sakfelldur fyrir að hafa ekið bifreið án ökuréttinda.

Þar sem maðurinn hafði ekki gerst áður sekur um hegningarlagabrot var hann dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldið gegn konunum og sviptur rétti til að öðlast ökuskírteini í 12 mánuði fyrir hin ítrekuðu umferðarlagabrot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigurður Kári segir Sjálfstæðisflokkinn eina hægri flokkinn – Framtíðarsýn Miðflokksins sé fátækleg

Sigurður Kári segir Sjálfstæðisflokkinn eina hægri flokkinn – Framtíðarsýn Miðflokksins sé fátækleg
Fréttir
Í gær

Segir óásættanlega fordóma hafa verið í Áramótaskaupinu – „Ósmekklegt, óviðeigandi og beinlínis ljótt“

Segir óásættanlega fordóma hafa verið í Áramótaskaupinu – „Ósmekklegt, óviðeigandi og beinlínis ljótt“
Fréttir
Í gær

Þjóðin virðist almennt ánægð með Skaupið – „Hvað þær ná okkur skemmtilega“

Þjóðin virðist almennt ánægð með Skaupið – „Hvað þær ná okkur skemmtilega“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

70% hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum

70% hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögregla minnir á reglur um flugelda – Bannað að skjóta upp á nóttunni

Lögregla minnir á reglur um flugelda – Bannað að skjóta upp á nóttunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hagar veita 20 milljóna styrki til matarfrumkvöðla

Hagar veita 20 milljóna styrki til matarfrumkvöðla