fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Fréttir

Ákærður fyrir hrottalegt ofbeldi gegn tveimur konum – Brennd með brennisteinssýrusmituðum hönskum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. desember 2023 12:45

Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir hrottalegar líkamsárásir gegn tveimur konum auk umferðarlagabrota. Brotin áttu sér stað í Reykjavík en maðurinn er nú skráður til heimilis í Póllandi og hefur ekki tekist að birta honum ákæruna. Var hún því birt í Lögbirtingablaðinu í morgun.

Hótaði að raka hárið af konu

Ákæru liðirnir eru sjö talsins en fyrsta brotið átti sér stað þann 30. desember 2021 en þá veittist maðurinn með ofbeldi gegn konu á sama aldri. Reif hann í hár hennar, dró hana niður steyptar tröppur, sparkaði í hana, sló hana nokkrum sinnum og tók hana hálstaki. Afleiðingar voru þær að konan  hlaut marbletti í andliti, hægri framhandlegg, vinstra hné, vinstri mjöðm og vinstri rist auk þess sem hún var bólgin og aum í nefbeini og hægri hluta kjálka.

Þá hótaði maðurinn að taka rakvél og raka hárið af konunni.

Fékk brunasár eftir brennisteinssýru

Þann 12. apríl 2022 réðst maðurinn aftur að sömu konu á sama stað sem og vinkonu hennar. Reif hann í bol fyrrnefndu konunnar þannig að hún skall með höfuðið í glugga, greip í báða framhandleggi hennar og klóraði hægri framhandlegg hennar með nögl sinni. Hlaut sú kúlu og mar á enni og skrámu á hægri framhandlegg.

Vinkonan fékk hrottalegri meðferð en í ákæru kemur fram að maðurinn hafi gripið um handleggi hennar klæddur brennisteinssýrusmituðum vettlingum, með þeim afleiðingum að vinkonan hlaut fyrsta og annars stigs brunasár á báðum handleggjum.

Þá hótaði hann konunum báðum lífláti og taldi niður sekúndurnar uns þær myndu deyja sem vakti hjá þeim verulegan ótta.

Að auki er maðurinn ákærður fyrir þrjú umferðalagabrot en á nokkra vikna tímabili var hann þrisvar stöðvaður við akstur án þess að hafa réttindi til að stýra ökutæki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

María vill að fleiri verði eins og amma hennar – „Þegar ég var unglingur fannst mér þetta alveg óþolandi“

María vill að fleiri verði eins og amma hennar – „Þegar ég var unglingur fannst mér þetta alveg óþolandi“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj
Fréttir
Í gær

Kýpurverjar að drukkna í villiköttum – Geldingar duga ekki til

Kýpurverjar að drukkna í villiköttum – Geldingar duga ekki til
Fréttir
Í gær

Ísland ekki lengur öruggasta ferðamannalandið – Fellur um nokkur sæti

Ísland ekki lengur öruggasta ferðamannalandið – Fellur um nokkur sæti
Fréttir
Í gær

Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks

Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks