fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Átján ára piltur lést eftir ofskammt í heimahúsi í Breiðholti – Ung kona lést í sömu íbúð fyrir ári síðan

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 6. febrúar 2024 10:00

Íbúðin er í Fellahverfi í Breiðholti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungur piltur, átján ára að aldri, lést þann 16. janúar eftir ofneyslu í heimahúsi í Fellahverfinu í Breiðholti. Ung kona lést vegna ofneyslu í sama húsi fyrir aðeins einu ári síðan.

„Það er ekki grunur um að neitt saknæmt hafi átti sér stað,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið.

Það var 31. janúar á síðasta ári sem DV greindi frá því að ung kona hefði verið flutt á bráðadeild vegna ofskammts fíkniefna. En atvikið átti sér stað í heimahúsi í Fellahverfinu í Breiðholti um þá nótt. Þann 23. febrúar greindi DV frá því að konan hefði látist. Þá staðfesti Grímur einnig að ekki væri talið að andlát konunnar hefði borið að með saknæmum hætti.

Um er að ræða heimili manns sem er þekktur í undirheimum borgarinnar og hefur hlotið dóma fyrir ofbeldisbrot og fleira. Að sögn heimildarmanna er algengt að ungmenni haldi til í íbúðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands
Fréttir
Í gær

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrjár níræðar nunnur lögðu á flótta frá hjúkrunarheimili – Það reyndist auðvelt að finna þær

Þrjár níræðar nunnur lögðu á flótta frá hjúkrunarheimili – Það reyndist auðvelt að finna þær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við höfum lagt áherslu á að Grindavík sé hluti af framtíðinni en ekki fortíðinni“

„Við höfum lagt áherslu á að Grindavík sé hluti af framtíðinni en ekki fortíðinni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu