fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Leita að vitnum að hörðum árekstri – Deilt um umferðarljós

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 5. febrúar 2024 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að hörðum árekstri sem varð á gatnamótum Sæbrautar og Holtavegar í gær, sunnudaginn 4. febrúar. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum endaði annar bíllinn á hvolfi.

Tilkynning barst um málið klukkan 15:08 í gær. Þetta var tveggja bíla árekstur þar sem öðrum bílnum hafði verið ekið norður Sæbrautina en hinum vestur Holtaveginn þegar árekstur varð með þeim.

Að sögn lögreglu er ágreiningur um stöðu umferðarljósa á gatnamótunum þegar áreksturinn varð. Eru vitni því beðin um að gefa sig fram við lögreglu.

„Þau sem geta gefið upplýsingar um áreksturinn eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000, en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið gudrun.jack@lrh.is,“ segir í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

 

Áreksturinn var mjög harður. Mynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Í gær

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“