fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Guðmundur Ingi heimsótti nýja skrifstofubyggingu Alþingis – „Það er ekkert sem líkist fangelsi“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. febrúar 2024 08:00

Guðmundur Ingi Þóroddsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, segist myndi afplána stoltur í tíu ár í nýrri skrifstofubyggingu Alþingis. Þetta segir Guðmundur Ingi í viðtali í nýjasta tölublaði Heimildarinnar en hann heimsótti bygginguna á dögunum.

Athygli vakti i vikunni þegar Morgunblaðið ræddi við þingmenn sem lýstu óánægju sinni með bygginguna sem tekin var í notkun fyrir skemmstu.

Sjá einnig: Þingmenn ósáttir við nýjar skrifstofur:„Ég gæti eins verið lokaður inni á Litla-Hrauni“

Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði til dæmis:

„Útsýnið úr minni skrif­stofu er bara hvít­ur vegg­ur, ég gæti eins verið lokaður inni á Litla-Hrauni.“

Heimildin heimsótti bygginguna ásamt Guðmundi í vikunni og fékk hann til að leggja mat á húsnæðið.

„Mér finnst þetta frekar ósmekkleg samlíking, að líkja þessu saman við Litla-Hraun. Þetta er ótrúlega flott bygging, það er mikið í þetta lagt og það er ekkert sem líkist fangelsi. Fangelsi er ekki góður staður, hræðilegur staður, Litla-Hraun sérstaklega,“ segir Guðmundur Ingi við Heimildina þar sem ítarlega er fjallað um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði