fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Fiskeldi undir linnulausum árásum eitraðra marglytta

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 16. febrúar 2024 15:30

Eldisfiskum getur stafað mikil hætta af marglyttum. Mynd/Úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Salmar, eitt af stærstu fiskeldisfyrirtækjum heims og eigandi hins íslenska Arnarlax, hefur orðið fyrir linnulausum árásum marglytta á stöðvum sínum í norðurhluta Noregs á undanförnum mánuðum. Hefur þetta valdið því að farga þurfti mikið af eldisfisknum.

„Það eru meira en tuttugu ár síðan Salmar lenti í sambærilegum árásum marglytta í Noregi sagði Frode Arntsen, stjórnarformaður fyrirtækisins þegar hann kynnti ársuppgjör fyrirtækisins. „Því miður þá hafa þeir sem upplifðu árásina fyrir tuttugu árum sagt mér að þetta muni ekki lagast strax. Marglytturnar munu halda árásum sínum áfram í vetur, jafn vel fram í maí.“

Marglytturnar eru svo kallaðar „streng marglyttur“ sem minna um margt á gaddavír og geta náð þriggja metra lengd hvert dýr. Marglytturnar veiða í torfum og mynda eins konar net til þess að grípa fæðu sína, sem er aðallega svif. Fæðuna drepa marglytturnar með eitri.

 

Þó að eldislax sé ekki fæða marglytta þá getur hann farið mjög illa í árásum sem þessum og í mörgum tilfellum drepist. Einkum smæstu fiskarnir.

Árásirnar hófust í nóvember síðastliðnum og þurfti að grípa til þess að fara milljónum illa farinna fiska. Á tveimur seinustu mánuðum ársins þurfti að farga alls 20 þúsund tonnum af fiski.

Engu að síður telur fyrirtækið að afkoman fyrir árið í heild hafi verið mjög góð. En auk Noregs rekur Salmar fiskeldi bæði á Íslandi og í Skotlandi. Framleiðslan jókst um 31 prósent. Tekjurnar hækkuðu úr 4,5 milljarði norskra króna í 8,1 milljarð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“