fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Vegna Trump og Pútíns geta Evrópuríki neyðst til að taka umdeilda ákvörðun

Ritstjórn DV
Mánudaginn 12. febrúar 2024 04:23

Pútín og Trump á göngu fyrir nokkrum árum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttinn við að Donald Trump verði kjörinn forseti Bandaríkjanna í haust og skilji Evrópu eftir eina gagnvart sívaxandi ógn frá Rússlandi hefur nú orðið til þess að sett hefur verið fram tillaga, sem áður þótti óhugsandi, um að ESB komi sér upp kjarnorkuvopnum til að tryggja öryggi sitt.

Óhætt er að segja að það sé mjög eldfim blanda að hafa Vladímír Pútín við völd í Rússlandi og eiga yfir höfði sér að Donald Trump komist til valda í Bandaríkjunum. Margir evrópskir stjórnmálamenn hafa áhyggjur af þessu og ræða áhyggjur sínar nú orðið opinskátt.

Á síðustu vikum hafa mörg NATO-ríki varað við hættunni á að Rússar muni ekki láta staðar numið við Úkraínu og muni ráðast á önnur Evrópuríki.

Á sama tíma fara áhyggjur vaxandi af því að hugsanlega muni Trump sigra í forsetakosningunum í haust og taka á ný við embætti forseta.

Bæði það að hafa Pútín við völd og hugsanlega valdatöku Trump veldur mikilli óvissu og hefur beint sjónum margra að getuleysi Evrópu til að verja sig sjálf.

Þetta hefur orðið til þess að Evrópa er farin að undirbúa sig undir stríð en það er ekki nóg að byggja upp hefðbundinn herafla og hefðbundin vopn því ef Bandaríkin, undir forystu Trump, snúa baki við Evrópu verður ESB af alvöru að íhuga að koma sér upp kjarnorkuvopnum til að fæla Pútín og félaga hans frá því að gera árás.

Ef Bandaríkin segja skilið við NATO og draga herafla sinn frá álfunni mun það skilja stóran hluta álfunnar, sem hefur verið undir kjarnorkuvopnahlíf Bandaríkjanna síðan 1945, eftir óvarða. Evrópuríkin geta ekki sjálf sýnt fram á jafn mikinn fælingarmátt með kjarnorkuvopnum þótt bæði Bretland og Frakkland eigi slík vopn.

Staðan er svo alvarleg að ESB-ríkin eiga nú, samhliða því að þau búa sig undir stríð, að íhuga að koma sér upp kjarnorkuvörnum í formi kjarnorkuvopna. Þetta sagði Manfred Weber, sem er valdamikill þýskur stjórnmálamaður úr röðum CSU og formaður stærsta hópsins á Evrópuþinginu, íhaldsmanna, nýlega. Í samtali við Politico sagði hann að Evrópa verði að koma sér upp eigin fælingarmætti. Hún verði að vera í stakk búin til að fæla aðra frá því að gera árás og að geta varið sig sjálfa. „Við vitum öll að kjarnorkuvopn eru að lokum það sem skiptir máli,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Í gær

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast